Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Holtsmúli
Bærinn okkar 8. apríl 2014

Holtsmúli

Svanhildur og Magnús keyptu hluta úr jörðinni Holtsmúla I ásamt öllum húsakosti árið 2008. Þar með rættist langþráður draumur beggja, að eignast sína eigin jörð. Jörðin hafði ekki verið í ábúð í eitt ár, en þar áður stunduðu Sigurður og Lisbeth Sæmundsson þar afar farsæla hrossarækt. Markmiðið er að halda því áfram.
 
Býli: Holtsmúli I.
 
Staðsett í sveit: Neðarlega í gömlu Landsveit, Rangárþingi ytra.
 
Ábúendur: Þórir Magnús Lárusson og Svanhildur Hall.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við búum hér með dætrum okkar tveimur, Eddu Margréti 8 ára og Berglindi Maríu 5 ára, bráðum 6! Kisurnar tvær, Ponta og Alda, eru orðnar 9 ára.
 
Stærð jarðar: Lítil! Um 40 hektarar en vel hýst. Til viðbótar leigjum við um 500 hektara.
 
Gerð bús: Hrossaræktarbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir: Við eigum um 160 hross núna en eigum von á 38 folöldum á næstu vikum og mánuðum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Eldri dóttirin fer með skólabílnum í Laugalandsskóla og oft fær sú yngri far í leikskólann, nú ellegar skutlar Pabbi.  Svo er allt liðið komið klukkan 8 í hesthúsið nema húsmóðirin, en hún er föst við tölvuna eitthvað mislengi fram eftir morgni eftir því hversu bókhald og hrossasölumál eru fyrirferðamikil þann daginn.  Segja má að tamningar og þjálfun hrossa taki alltaf lungann úr deginum, en ábúendur taka auk þess að sér ýmis störf tengd hestum og hestamennsku svo sem reiðkennslu bæði hér heima og erlendis, dómstörf, ráðgjöf í hrossarækt og fleira.  Á vorin og sumrin fer töluverður tími í eftirlit með hryssum sem eru að kasta og stóðhestahald.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Húsfrúnni finnst bókhaldið leiðinlegt, sérstaklega þegar það stemmir ekki, en skemmtilegast að þjálfa efnileg hross úr eigin ræktun.  Húsbóndanum þykir leiðinlegt að brjóta saman þvottinn en skemmtilegast að ríða út með dætrum sínum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fram að þessu höfum við lagt áherslu á að vera með afar fjölbreytt úrval hrossa til sölu, en stefnan er sett á að fækka eitthvað og vinna lengur og meira úr hverjum grip.  Á síðasta ári byggðum við reiðhöll, firnagóða vinnuaðstöðu sem gerir þann möguleika gerlegan.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum að aukin og betri samvinna forystu­afla í hestamennsku myndi skila hestamönnum hraðar áfram í öllu sem verið er að vinna að.  Of mikil átök einkenna fundi og samkomur oft á tíðum þar sem menn bítast um viðburði, nám og námsefni, markaði, nefndir og fleira.  Það leiðir til þess að hver er í sínu horni að potast og/eða jafnvel finna upp hjólið í stað þess að hugsa sameiginlega fram á veginn um það sem er íslenska hestinum fyrir bestu, því það mun að sjálfsögðu verða hestamönnum fyrir bestu.  Það vantar jákvæðni og traust manna á milli í hestamennskunni og svolitla trú á því að fólk vilji vel.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Þar sem margt fólk er að vinna margvíslega hluti og mat úr óendanlegum breytileika hráefna úr íslenskum landbúnaði og náttúru erum við bjartsýn á framtíð íslensks landbúnaðar.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Markhópur íslensks landbúnaðar erlendis er án efa efnameira fólk sem vill eitthvað nýstárlegt, hreint og heilsusamlegt.  Þetta eru svona framtíðarorðin höldum við.  Ísland passar einkar vel inn í þennan orðaforða.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör, fetaostur, og grænmeti.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Við værum fljótari að telja upp hvað er ekki vinsælt á þessum bæ, en við eigum alltaf lambakjöt, folaldakjöt og ýsu í kistunni.  Marineruð og grilluð folaldasteik er alltaf vinsæl, sér í lagi með nýjum kartöflum og grænmeti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar vindótti stóðhesturinn okkar, hann Þeyr frá Holtsmúla I, fór í glæsilegan kynbótadóm, 8,33 aðeins fimm vetra gamall og náði verðlaunasæti á Landsmóti.  Einnig hefur haft mikil áhrif á okkar daglegu störf notkun reiðhallar sem við byggðum í fyrra.  Hún hefur algerlega umturnað allri okkar vinnu við þjálfun hrossa til hins betra. 

5 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...