Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.
Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 23. júlí 2021

Hnausplöntur

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Þar sem við Íslendingar erum dálítið óþolinmóð þjóð viljum við stundum kaupa okkur plöntur sem eru eiginlega tilbúnar, orðnar stórar og stæðilegar og setja strax svip á garðinn.

Við gróðursetningu þarf að grafa holu sem er töluvert víðari en þvermálið á hnausnum segir til um.

Garðplöntuframleiðendur vita af þessum eiginleikum og rækta því ýmsar trjátegundir upp í stórar stærðir og með dularfullri ræktunartækni tekst þeim að láta plönturnar mynda þéttan róta­klump, svokallaðan hnaus, sem inniheldur fínrótakerfi plöntunnar og gerir henni lífið auðveldara þegar hún kemst á áfangastað í nýjum garði. Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.

Góður áburður og vökvun

Við gróðursetningu hnausplantna þarf að grafa holu sem er töluvert víðari en þvermálið á hnausnum segir til um. Í holuna er ágætt að blanda lífrænu efni eins og húsdýraáburði eða moltu, í þessum áburði er framtíðarnesti fyrir plöntuna og dugir henni nokkuð lengi. Gott er að hræra áburðinum vel saman við moldina sem fyrir er og svo er ágætt að reyna að koma áburðarblandaðri moldinni fyrir í hliðum holunnar, ekki bara undir plöntunni því þær rætur sem eru virkastar í að ná í næringu vaxa í efstu 10–20 cm jarðvegs.

Ef plantan er hávaxin er ágætt að setja 2-3 staura niður rétt fyrir utan rótarhnausinn og binda stofn plöntunnar við staurana, það tryggir að rótakerfið fær frið til að vaxa og festa plöntuna í sessi.

Svo er plöntunni komið haganlega fyrir í miðri holunni og moldinni mokað að, mikilvægt að hún standi ekki dýpra en hún gerði áður, við erum jú að gróðursetja hana, ekki jarðsetja. Þá er fyllt upp í afganginn af holunni með góðri mold, þjappað aðeins meðfram en þó ekki allt of mikið því ræturnar þurfa á lofti að halda líka. Eftir gróðursetninguna er svo plantan vökvuð vel með vatni og gott að vökva hana reglulega fyrstu dagana á meðan hún er að átta sig á nýja vaxtarstaðnum. Einnig er ágætt að dreifa eins og matskeið af tilbúnum áburði í kringum plöntuna eftir vökvunina, þetta er nokkurs konar skyndibiti og getur hjálpað henni af stað.

Ef plantan er hávaxin er ágætt að binda hana upp, setja 2-3 staura niður rétt fyrir utan rótarhnausinn og binda stofn plöntunnar við staurana, það tryggir að rótakerfið fær frið til að vaxa og festa plöntuna í sessi.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.