Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 18. maí 2020

Hluti sauðfjárræktar nær ekki lágmarksviðmiðum gæðastýringar

Höfundur: Ritstjórn

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórissonar.  Umræðuefnið er landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt (LGS). Ólafur segir íslenskt samfélag veita gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar og að hluti hennar nái ekki lágmarksviðmiðunum gæðastýringarinnar. Um leið er slæm staða íslenskra vistkerfa einn helsti umhverfisvandi landsins. Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur.

Ólafur segir athugasemdir sínar varða aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um um 15% sauðfjárræktarinnar.

Sjálfbærni landsins

Meðal krafna sem LGS gerir, varða umhverfisáhrif sauðfjárbeitar; að framleiðslan standist viðmið fyrir sjálfbærni og ástand landsins sem er beitt. Þarna segir Ólafur að sé pottur brotinn.

Erfiðleikar við að afla upplýsinga leiddu til þess að Ólafur kærði málsmeðferð Matvælastofnunar til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðurinn var Ólafi í hag og í kjölfarið fékk hann margs konar skjöl um meðferð landsins. Við skoðun gagna komst Ólafur að þeirri skoðun að margt hefði farið úrskeiðis og að þörf væri á að gera grein fyrir þróun og stöðu þessara mála á opinberum vettvangi. Það gerði Ólafur í riti LbhÍ, „Á röngunni“, þar sem fjallað er um alvarlega hnökra á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt 

Mikilvægt að ekki sé stutt við ósjálfbæra nýtingu

Gæðastýringin er liður í samningum sauðfjárbænda við þjóðina um stuðning við atvinnugreinina. Framkvæmdin varðar verulega fjármuni af almannafé en heildarstuðningur nemur 6–7 milljörðum á ári eða 60 – 70 milljörðum á 10 árum. Ólafur segir mikilvægt að það fjármagn styðji ekki við ósjálfbæra nýtingu lands.

Viðtalið við Ólaf Arnalds er í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem er aðgengilegur í spilaranum hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...