Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þróun í stuðningi og afurðaverði síðan 2004 á föstu verðlagi ársins 2020. Samanburðurinn er ónákvæmur þar sem að upphæðum búvörusamninga er deilt niður á greiðslumark til þess að gefa hugmynd um umfang stuðnings m.v. framleiðslu. Útreikningar höfundar eru byggðar á gögnum frá Hagstofu Íslands og fjárlögum áranna 2004–2020.
Þróun í stuðningi og afurðaverði síðan 2004 á föstu verðlagi ársins 2020. Samanburðurinn er ónákvæmur þar sem að upphæðum búvörusamninga er deilt niður á greiðslumark til þess að gefa hugmynd um umfang stuðnings m.v. framleiðslu. Útreikningar höfundar eru byggðar á gögnum frá Hagstofu Íslands og fjárlögum áranna 2004–2020.
Skoðun 26. maí 2021

Hlauptu hraðar, segir Rauða drottningin

Höfundur: Kári Gautason, sérfræðingur hjá BÍ

Rauða drottningin í Lísu í Undralandi drottnaði yfir furðulegu konungsríki. Hún segir við Lísu að „í mínu konungsríki þarftu að hlaupa eins hratt og þú getur til þess að standa kjurr“. Það má segja að konungsríki Rauðu drottningarinnar sé víða. Það er í það minnsta staðan við framleiðslu landbúnaðarafurða.

Sífelldar tæknibreytingar draga úr kostnaði við framleiðslu sem aftur skilar sér í að raunverð matvæla lækkar og bændur þurfa að hlaupa hraðar til að vera á sama stað.

Vatnshalli í stuðningi og vöxtur

Um áratugaskeið hefur verið vatnshalli í stuðningi við framleiðslu landbúnaðarafurða. Sá halli hefur leitt til þess – ásamt vexti hagkerfisins – að á síðustu þrjátíu árum hefur stuðningurinn farið úr því að vera um 5% af landsframleiðslu í að vera 0,5%. Í myndinni hér að ofan sést hvernig þetta hefur haft áhrif á afurðaverð og stuðning við framleiðslu á mjólk. Raunverðið hefur lækkað í takt við lækkandi framleiðslukostnað vegna framfara. Þessi samanburður byggir á því að taka greiðslur skv. mjólkursamningi og setja í samhengi við greiðslumark hvers árs. Það er ónákvæmt, hluti greiðslna sem bundið er við greiðslumark hefur breyst í gegnum árin. Þó gefur þetta hugmynd um hver þróunin hefur verið.

Smám saman dregst saman vægi stuðningsins – vegna vatnshallans og vegna þeirra miklu aukningar sem hefur orðið á framleiðslu, greiðslumark ársins 2004 var 105 m. lítra á meðan það er 145 m. lítra á þessu ári. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld búið þannig um hnútana að sífellt eykst samkeppni við erlenda framleiðslu með gerð viðskiptasamninga við ESB og þá staðreynd að tollarnir rýrast af verðgildi með árunum. Hlauptu hraðar, segir rauða drottningin.

Ný markmið í búvörusamningum

Aukið vægi á loftslagsmál hefur gert það að verkum að í búvörusamningum eru komin ný markmið, um að kolefnisjafna mjólkurframleiðslu fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt verkefni sem kallar á að hver einasti bóndi fari yfir sinn búrekstur og reyni að átta sig á því hvar hægt sé að bæta árangur. En það er fyrirsjáanlegt að verkefnið muni koma til með að auka framleiðslukostnað. Það kallar á að greinin fari enn upp um gír og hlaupi hraðar en nokkru sinni fyrr. Það hefur þó náðst árangur í því að stjórnvöld hafa viðurkennt að tollaumhverfið er hluti af starfsumhverfi landbúnaðarframleiðslu, viðræður eru hafnar við ESB um að endurskoða tollasamninginn og í drögum að landbúnaðarstefnu var það sérstaklega dregið fram að meta þyrfti bindingu bænda á kolefni til fjár með einhverjum hætti. Þetta er mjög mikilvægt atriði. Vegna þess að sé það ekki gert þá mun kostnaðurinn við að kolefnisjafna greinina leka út í verðlagið og skerða samkeppnishæfni mjólkurframleiðslunnar – eða draga úr afkomu bænda.

Spurningar til þingmannsefna

Þeir þingmenn sem veljast inn á Alþingi í haust munu væntanlega afgreiða næstu endurskoðun búvörusamninga. Fullt tilefni er til þess að spyrja þingmannsefni út í afstöðu til þessara mála. Hvaða sýn hafa þeir? Taka þeir undir með Rauðu drottningunni um að bændur eigi að hlaupa sífellt hraðar til þess að standa kyrrir?

Kári Gautason,
sérfræðingur hjá BÍ

Skylt efni: matvælaframleiðsla

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...