Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigtryggur Veigar og Áskell ræddu saman í stúdíó Hlöðunnar í Bændahöllinni en Daði var við símann á Norðurlandi.
Sigtryggur Veigar og Áskell ræddu saman í stúdíó Hlöðunnar í Bændahöllinni en Daði var við símann á Norðurlandi.
Fréttir 10. febrúar 2020

Hlaðvarp Landgræðslunnar: Nákvæmnisbúskapur og tækniframfarir í landbúnaði

Gestir Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar eru þeir Sigtryggur Veigar Herbertsson, fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Daði Lange Friðriksson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurandi eystra.  

Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði. Á þessum námskeiðum mun bændum og öðrum landeigendum gefast kostur á að efla þekkingu á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins, með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar.

Í þessum hlaðvarpsþætti verður fjallað um ýmsar tækninýjungar í vélum, tækjum og áburðardreifingu svo fátt eitt sé nefnt. Sigtryggur útskýrir það sem hann kallar nákvæmisbúskap sem skiptir öllu í landbúnaði framtíðarinnar. Það sem kemur til umræðu í þættinum er aðeins brot af því sem fjallað verður um á námskeiðunum.

Þátttaka í verkefninu verður til að byrja með bundin við sauðfjárbændur sem taka þátt í gæðastýrðri sauðfjárrækt og gengið er út frá því að allir þátttakendur í verkefninu tryggi að losun frá landi þeirra aukist ekki.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.

 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...