Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýju 500 jarðskjálftamælarnir á Hengilssvæðinu eru eins og teppi enda stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi.
Nýju 500 jarðskjálftamælarnir á Hengilssvæðinu eru eins og teppi enda stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi.
Mynd / Orkuveitan
Fréttir 14. júlí 2021

Hengillinn „teppalagður“ með 500 jarðskjálftamælum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Settir hafa verið upp 500 jarð­skjálfta­mælar á Hengils­svæðinu en það er stærsta og þétt­asta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi. Mælarnir bætast við um 35 mæla Orku náttúrunnar, Veðurstofu Íslands og COSEISMIQ verkefnisins sem þegar voru á svæðinu. Til saman­burðar má nefna að 56 mælar fylgj­ast með jarðhræringum á Reykja­nesi, m.a. í tengslum við Geldinga­dalagosið. Til viðbótar við hefðbundna jarðskjálftamæla eru nú ljósleiðarar einnig nýttir til mælinga á jarð­hræringum í Henglinum. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Uppsetning mælanna er hluti af DEEPEN verkefninu sem ætlað er að rannsaka rætur jarðhitakerfa og safna þekkingu sem nýta má þegar farið verður að bora dýpri holur við nýtingu jarðhita. Með djúpborun má komast hjá því að bora margar grynnri holur á stærra svæði. Verkefnið er styrkt af alþjóðlega sjóðnum Geothermica, í gegnum Rannís, en sjóðurinn er samstarfsverkefni nokkurra Evrópulanda, auk Bandaríkjanna, sem veitir reglulega styrki til jarðhitarannsókna á borð við DEEPEN.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...