Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á forsíðu bókarinnar er verk Jóhannesar Kjarvals, Andlit á Þingvöllum, um 1955.
Á forsíðu bókarinnar er verk Jóhannesar Kjarvals, Andlit á Þingvöllum, um 1955.
Menning 19. janúar 2023

Helgistaður allra Íslendinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingvellir í íslenskri myndlist er án efa glæsilegasta bókin sem kom út á síðasta ári. Í bókinni, sem er í stóru broti, er að finna myndir af 269 verkum eftir 104 listamenn sem tengjast Þingvöllum og sögu staðarins.

Þingvellir hafa lengi verið vinsælt viðfangsefni íslenskra og erlendra myndlistar- manna. Í bókinni er í fyrsta sinn gefið ítarlegt yfirlit um íslenska myndlist tengda Þingvöllum og þróun hennar í gegnum tímann, allt frá elstu myndum til dagsins í dag.

Unnið var mikið starf við söfnun, skráningu og ljósmyndun listaverka sem fjalla um náttúru og sögu Þingvalla í fortíð og nútíð.

Auk verka gömlu meistaranna er að finna fjölda smáverka, teikninga, vatnslitaskissa, pennateikninga og grafíkverka sem tengjast Þingvöllum í bókinni.

Glæst fortíð, þögn og sársauki

Í kynningu með bókinni segir að með verkum sínum hafa myndlistarmenn kennt okkur að meta náttúrufegurð Þingvalla en þeir hafa líka gert sögu Þingvalla að viðfangsefni, dregið upp myndir af glæstri fortíð og jafnframt kafað í þögn og sársauka. Í umfjölluninni er fléttað saman myndum um þjóðlíf á Þingvöllum. Meðal annars eru myndir með sögulega vísan, myndir um ferðalög um svæðið, myndir um nytjar vatnsins, búskap, berjatínslu og myndir sem tengjast álfa- og huldufólkstrú Íslendinga.

Auk þess sem lífið í hrauninu, mosinn, stórar og smáar bergmyndanir, kjarr, blóm og litbrigði vatnsins og haustlitanna fá sinn sess.

Samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags

Útgáfa bókarinnar var samþykkt af Alþingi einróma 17. júlí 2018 á 100 ára afmæli fullveldis. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. Ritstjórar eru Aðalsteinn Ingólfsson og Sverrir Kristinsson. Bókin er sannarlega glæsilegur gripur fyrir áhugafólk um myndlist og þeirra sem láta sér sögu Þingvalla og myndlistar varða. Hún er í stóru broti þar sem myndir og texti njóta sín vel.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...