Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg.
Mynd / MHH
Líf og starf 19. maí 2021

Heimsóttu kirkju, bílaverkstæði og tóku á móti sprengjudeildarmönnum Landhelgisgæslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Frístundaklúbbur Grímsnes- og Grafningshrepps, sem eru nemendur á miðstigi Kerhólsskóla fór nýlega í tvær áhugaverðar heimsóknir á Stóru-Borg.

Fyrst heimsóttu krakkarnir kirkjuna á staðnum þar sem Hörður Óli Guðmundsson, formaður sóknarnefndar, tók á móti hópnum og sagði frá sögu og starfsemi kirkjunnar. Eftir það var bílaverkstæði feðganna Þrastar Sigurjónssonar og Sigurjóns Þrastarsonar heimsótt, en þeir eru með alhliða bílaviðgerðir fyrir sveitunga sína og aðra, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Báðar heimsóknirnar tókust stórvel.

Þá má geta þess að klúbburinn fékk líka skemmtilega heimsókn 5. maí en þá komu tveir starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar og kynntu starfsemi deildarinnar og sýndu hluta af þeim búnaði sem deildin vinnur með. Heimsóknin var stórskemmtileg og spurðu krakkarnir margra spurninga.

Feðgarnir Þröstur og Sigurjón, sem eru með bílaverkstæði á Stóru-Borg.

Þeir Andri Rafn Helgason (t.v.) og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjudeildarinnar, komu í heimsóknina á Borg, sem fór fram á útivistarsvæðinu við Kerhólsskóla.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.