Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð.
Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. október 2022

Heimasmíðuð girðingavinda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hjörtur Hlíðar Friðriksson, bóndi í Skóghlíð í Hróarstungu, tók nýverið í notkun sérstaka vél til að hreinsa upp gamlar girðingar.

Tækið smíðaði hann sjálfur frá grunni fyrir tveimur árum og hafa tilraunir sýnt góða virkni.

Hjörtur líkir virkni vélarinnar við afrúllara sem settur er á ámoksturstæki. Á henni er glussamótor úr pökkunarvél sem snýr kefli. Vélinni er hægt að beita frá báðum hliðum, eftir því sem hentar hvoru sinni. Notandinn keyrir svo dráttarvélina meðfram girðingunni og vindur hana upp.

Mjög auðvelt er að losa járnaruslið af keflinu með því að losa endann á keflinu. Þá er hægt að beita ámoksturstækjunum til að hrista vírana af.

Girðingin er dregin í gegnum rauf milli tveggja stálprófíla sem leysir alla staura frá. Þar með er hægur leikur að aðgreina sorpið í viðeigandi flokka þegar því er skilað til endurvinnslu.

Hjörtur hefur ekki mælt nákvæmlega hver afköst vélarinnar eru, en reiknar með að geta hreinsað upp einn kílómetra af girðingu á klukkustund ef landið er sæmilega gott yfirferðar.

Skylt efni: girðingar | girðingavinda

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...