Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samfélagsverðlaunahafi Skagafjarðar 2023, Rögnvaldur Valbergsson, ásamt eiginkonu sinni Hrönn Gunnarsdóttur.
Samfélagsverðlaunahafi Skagafjarðar 2023, Rögnvaldur Valbergsson, ásamt eiginkonu sinni Hrönn Gunnarsdóttur.
Mynd / Heba Guðmundsdóttir
Líf og starf 17. maí 2023

Hefur staðið samfélagsvaktina í áratugi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rögnvaldur Valbergsson var á dögunum útnefndur handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar árið 2023 af atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar.

Í rökstuðningi segir að Rögnvaldur sé flestum Skagfirðingum að góðu kunnur. Hann hafi staðið vaktina í samfélaginu í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Afrek hans séu mörg og tengist iðulega tónlist. Hann hafi verið óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og sé hafsjór fróðleiks. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá ýmsum kórum og hópum og verið organisti Sauðárkrókskirkju um árabil.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru jafnan afhent á Sæluviku í maíbyrjun og eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum á sveitarfélaginu sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...