Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Haustpeysa
Hannyrðahornið 8. júlí 2020

Haustpeysa

Höfundur: Handverkskúnst
Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið. Peysan er prjónuð með gatamynstri og hringlaga berustykki, úr 1 þræði af DROPS Eskimo eða 2 þráðum af DROPS Air. Báðar garntegundir fást hjá Handverkskúnst.  
 
Stærðir:  S (M) L (XL) XXL (XXXL)
   Yfirvídd: 88 (98) 110 (120) 130 (142) cm.
 
Garn:  DROPS Eskimo
   Rauður nr 08: 550 (650) 700 (750) 850 (900) g
Eða notið:
DROPS Air
Hindber nr 25: 400 (450) 500 (500) 600 (600) g 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 7 og 8 – eða þá stærð sem þarf til að 11 lykkjujr  og 15 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm.
 
PERLUPRJÓN (prjónað í hring):
Umferð 1: 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið
Umferð 2: 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt
Endurtakið umf 1 og 2.
 
Fram- og bakstykki: Fitjið upp 102 (114) 126 (144) 156 (168) lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði Eskimo eða 2 þráðum Air. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar, prjónið stroff þannig: *3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á hringprjón nr 8 og prjónið 2 umf slétt, þar sem í fyrstu umf er fækkað um 6 (6) 6 (12) 12 (12) lykkjur jafnt yfir = 96 (108) 120 (132) 144 (156) lykkjur. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 33 (34) 35 (37) 38 (39) cm, prjónið nú þannig: prjónið fyrstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 42 (48) 54 (60) 66 (72) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar.
 
 
Ermi: Fitjið upp 30 (30) 30 (30) 36 (36) lykkjur á sokkaprjóna nr 7 með 1 þræði af Eskimo eða 2 þráðum af Air. Prjónið stroff þannig: 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 8. Prjónið slétt prjón, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 28 (28) 32 (32) 36 (36) lykkjur.  Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 lykkju í uphafi og enda umferðar, endurtakið útaukningu með 8 (8) 6 (6) 5 (5) cm millibili 3 (3) 4 (4) 5 (5) sinnum til viðbótar = 36 (36) 42 (42) 48 (48) lykkjur. Þegar ermin mælist 41 cm í öllum stærðum eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi (þ.e.a.s. 3 lykkjur í upphafi umf og 3 lykkjur í enda umf) = 30 (30) 36 (36) 42 (42) lykkjur á prjóninum. Prjónið aðra ermi eins.
 
 
Berustykki: Sameinið ermar og bol á hringprjón nr 8 = 144 (156) 180 (192) 216 (228) lykkjur. Prjónið 0 (1) 2 (3) 4 (5) umf slétt, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 144 (160) 176 (192) 208 (224) lykkjur. Prjónið mynstur A.2 (= 16 l) 9 (10) 11 (12) 13 (14) sinnum í umf. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 63 (70) 77 (84) 91 (98) lykkjur á prjóninum. Prjónið nú 2 umf slétt og fækkið um 15 (20) 25 (30) 35 (40) lykkjur jafnt yfir = 48 (50) 52 (54) 56 (58) lykkjur.
 
Hálsmál: Skipti yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 er prjónað til loka á hæðina er fellt af með sl yfir sl og br yfir br lykkjur.
 
Frágangur: Saumið saman op undir ermum, gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...