Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Calendula officinalis – Morgunfrú – gular og appelsínugular söluplöntur
Calendula officinalis – Morgunfrú – gular og appelsínugular söluplöntur
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 9. september 2021

Haustblómin huggulegu

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Nú gengur í garð sá tími að sumarblómin fara að syngja sitt síðasta og blómakerin og sumarblómabeðin hafa skilað sínu sumarhlutverki til fulls. Í stað þess að horfa upp á eyðimörk í beðum og pottum fram á vetur er tilvalið að skella fallegum haustblómum í moldina í staðinn.

Ýmsar tegundir sumarblóma standa reyndar lengi fram eftir haustinu og hafa fyrirhyggjusamir garðeigendur einmitt plantað þessum tegundum á sérvalda staði. Í þessum hópi eru morgunfrú, ljónsmunni, skrautkál, sólboði, möggubrá og silfurkambur, svo eitthvað sé nefnt, en þessar tegundir geta staðið bísperrtar og fallegar vel og lengi þrátt fyrir að kólni í veðri. Löng hefð er fyrir því að krydda hauströkkrið með fallegum lyngplöntum eins og beitilyngi og erikum, enda standa þær í fullum blóma þessa dagana og næstu vikur.

Mikið úrval er af þessum plöntum í garðyrkjuverslunum og er hægt að nota þær hvort heldur sem er í ker og potta eða skella þeim niður í blómabeðin í garðinum. Einnig er um að gera að horfa til fjölærra plantna eins og steinahnoðra, sumarhnoðra, jónsmessu­hnoðra og annarra síðblómstrandi fjölæringa sem eru að hefja sitt blómgunartímabil síðla sumars. Þessar fjölæru blómplöntur eiga fullt erindi í potta og ker, ekki síður en í blómabeðin og má alltaf skella þeim svo í blómabeðin þegar kemur að því að endurnýja blómahafið í kerjunum.

Sígrænar plöntur koma líka mjög sterkt inn á haustin því þær framlengja sumarið, hjálpa okkur við andlega tilfærslu frá sumri til vetrar og lífga upp á umhverfið eftir því sem aðrar plöntur fella blöðin og koma sér í vetrardvalann. Margir garðeigendur heimsækja garðyrkjustöðvar á haustin og falla þar fyrir sígrænum freistingum sem falla kannski aðeins í skuggann af blómahafi sumarsins en þeirra tími er núna.

Skemmtilegast er að blanda saman sígrænum tegundum og blómstrandi plöntum í haustkerin, þá fær augað mjög mikið fyrir peninginn.

Við gróðursetningu plantna í ker á haustin má nota venjulega pottamold en almennt þarf ekki að hafa mikið fyrir áburðargjöf á þessum tíma, enda eru plöntur ekki í hröðum vexti þegar hitastigið lækkar.

Skylt efni: ræktun | Garðyrkja

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.