Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rannveig var 21 klukkustund að baka, byggja og skreyta piparkökuhúsið. Eftir jólin brýtur Rannveig húsið og hendir því. Hvert smáatriði þarf að vera í lagi en húsið er samsett af u.þ.b. 110 piparkökum, þakskífurnar eru Shreddies morgunkorn og gluggarnir eru gerðir úr brjóstsykri svo eitthvað sé nefnt.
Rannveig var 21 klukkustund að baka, byggja og skreyta piparkökuhúsið. Eftir jólin brýtur Rannveig húsið og hendir því. Hvert smáatriði þarf að vera í lagi en húsið er samsett af u.þ.b. 110 piparkökum, þakskífurnar eru Shreddies morgunkorn og gluggarnir eru gerðir úr brjóstsykri svo eitthvað sé nefnt.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 21. desember 2022

Harry Potter piparkökuhús

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rannveig Magnúsdóttir leggur metnað í bakstur piparkökuhúss ár hvert. Í ár er það innblásið af Harry Potter.

„Við fjölskyldan erum miklir Harry Potter aðdáendur og því sótti ég innblástur minn í ár til þeirrar töfraveraldar. Fyrirmyndin er heimili Weasley fjölskyldunnar. Húsið í ár var virkilega mikil áskorun og ég var ekki alveg sannfærð um að ég næði að láta það standa. Ég var 21 klukkustund að baka, byggja og skreyta húsið, sem er mitt hæsta hús til þessa, 58 sentímetrar. Það er samsett af um 110 piparkökum, þakskífurnar eru Shreddies morgunkorn og gluggarnir eru gerðir úr brjóstsykri. Ég set húsið saman með „royal icing“, sem samanstendur af eggjahvítu og flórsykri og ég geri jafnframt alla kransa og slaufur frá grunni með sama kremi,“ segir Rannveig.

Rannveig er 38 ára Súgfirðingur en er búsett á Akureyri en þar býr hún með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt og starfar sem aðstoðarmaður lögmanna á Juris lögmannsstofu.

„Ég hef alltaf haft gaman af alls konar föndri og byrjaði að baka sem lítil stelpa. Ég var vön að hanga í eldhúsinu og fylgjast með mömmu minni og ömmu baka, báðar voru mjög myndarlegar í bakstrinum og þær lögðu mikla áherslu á að kökurnar væru jafnfallegar og þær væru góðar.

Ég ólst þó ekki upp við piparkökuhúsahefðina en ég byrjaði upprunalega á þeim bakstri því ég átti svo lítið af jólaskrauti. Það eru 15 ár frá því að ég gerði mitt fyrsta hús og á hverju ári reyni ég að takast á við nýjar áskoranir og þannig verða húsin yfirleitt tilkomumeiri á hverju ári,“ segir Rannveig aðspurð um áhuga sinn á bakstri og ekki síst á piparkökuhúsum.

Skylt efni: Jól

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...