Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ingibjörg Kristjánsdóttir og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (t.v.), fyrrverandi alþingismaður, eiga heiðurinn af stofnun markaðarins á sínum tíma. Þær eru duglegar að standa vaktina, alltaf brosandi og kátar.
Ingibjörg Kristjánsdóttir og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (t.v.), fyrrverandi alþingismaður, eiga heiðurinn af stofnun markaðarins á sínum tíma. Þær eru duglegar að standa vaktina, alltaf brosandi og kátar.
Mynd / MHH
Líf og starf 22. júní 2022

Handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þeir sem leggja leið sína í Reykhólahrepp í sumar ættu alls ekki að sleppa því að koma við á handverksmarkaðnum í Króksfjarðarnesi í gamla kaupfélagshúsinu.

Þar eru vörur frá hressum og skemmtilegum konum á svæðinu, allt handunnið, eins og lopapeysur, sokkar, vettlingar og húfur og aðrar prjónavörur, munir úr tré og horni, glermunir, leirmunir, skartgripir, textílvörur, málverk, leðurvörur, jólavörur og fleira og fleira.

Ekki má gleyma eina karlmanninum í hópnum en það er Arnór Grímsson, sem sér um að sjóða rabarbarasultuna fyrir veitingastaðinn í kaupfélagshúsinu. Þar er góð aðstaða til að tylla sér niður og njóta þess sem er í boði.

Skylt efni: handverk

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...