Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hampfélagið skorar á stjórnvöld að leyfa innflutning á hampfræjum án tafar
Fréttir 23. mars 2020

Hampfélagið skorar á stjórnvöld að leyfa innflutning á hampfræjum án tafar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hampfélagið skorar á heilbrigðisráðherra að hafa stjórn á Lyfjastofnun sem hefur hreðjatak á leyfisveitingum fyrir innflutning á hampfræjum. Lyfjastofnun er að okkar mati að rangtúlka lög um ávana- og fíkniefni og notar þessi lög til þess að hindra innflutning á hampfræjum, þrátt fyrir að ekki sé hægt að framleiða ávana- og/eða fíkniefni úr iðnaðarhampi.

Matvælastofnun sem heyrir undir landbúnaðarráðherra, er sú stofnun sem hefur og á að hafa eftirlit með innflutningi sáðvöru og krefjast þeirra vottorða sem nauðsynleg eru til að tryggja öryggi hennar.

Hamfélagið skorar jafnframt á landbúnaðarráðherra að berja í borðið og stöðva þá hringavitleysu sem hefur verið í gangi síðan í haust, eftir að Lyfjastofnun ákvað að breyta túlkun sinni á téðum lögum, enda heyri þessi innflutningur undir hann og ráðherra ætti ekki að líða að völdin séu hrifsuð á þennan hátt úr hans höndum.

Iðnaðarhampur er planta sem hefur nánast óteljandi nýtingamöguleika, auk þess sem plantan kolefnisbindur 20x hraðar en tré og gefur Íslendingum færi á að verða sjálfbærari um hráefni í margskonar iðnað.

Það er á tímum sem þessum sem þörfin fyrir sjálfbærni er knýjandi fyrir hvert þjóðríki. Að banna innflutning á hampfræjum sem hafa verið innan styrkjakerfis Evrópusambandsins í tvo áratugi, er því óverjandi. Að auki gæti ræktun og framleiðsla á hampi dregist saman á heimsvísu, því erfitt er að starfrækja fyrirtæki á fullum afköstum þegar að Covid 19 vírusinn herjar á heimsbyggðina og innflutningur því orðið erfiðari.

Hampfélagið hvetur því stjórnvöld til að leyfa án tafar innflutning á hampfræjum svo bændur geti farið að undirbúa ræktun fyrir næsta sumar. Það tekur nokkrar vikur að flytja inn fræ sem þurfa að komast ofan í jörð í maí. Ef málið tefst mikið fram í apríl er sumarið í ár farið forgörðum sem annars hefði verið hægt að nýta í tilraunaræktun um land allt.

Virðingafyllst,
Fyrir hönd stjórnar Hampfélagsins,
Sigurður Hólmar Jóhannesson

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f