Hagur kúabúa vænkast
Fréttir 27. september 2024

Hagur kúabúa vænkast

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hagnaður kúabúa jókst milli áranna 2022–2023 og skuldahlutfall þeirra fer lækkandi, samkvæmt fyrstu tölum í uppgjöri á rekstri kúabúa sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekur saman.

Tölurnar byggja á uppgjöri 120 kúabúa en mjólkurframleiðsla þeirra nam 46,2 milljónum lítra árið 2023. Viðbótargreiðslur sem samþykktar voru í ríkisstjórn í desember 2023 og afurðaverðshækkanir eru helstu ástæður aukins hagnaðar.

„Viðbótargreiðslurnar voru annars vegar 500 milljónir króna á innvegna mjólk fyrstu 11 mánuði þess árs og hins vegar viðbótargreiðslur á nýliðunar- og fjárfestingastuðning, sem reiknast að meðaltali 5,3 kr/ltr skv. uppgjöri þessara 120 kúabúa. Rétt er að benda á að sá stuðningur var greiddur á grunni umsókna um fjárfestinga- og nýliðunarstuðning og þar með mjög misjafnt hvort og hve háar fjárhæðir voru greiddar til bænda,“ segir í frétt frá RML.

Breytilegur kostnaður hækkar lítillega milli ára en kostnaður vegna áburðar lækkar, sem skýrist af lækkun verðs og minni áburðarkaupum. Fóður og aðkeypt þjónusta hækkar á móti.

„ Framlegðarstig búanna hækkar í um 54% og hlutfall rekstrarafgangs (EBITDA) af heildarveltu fer yfir 30%. Skuldahlutfall búanna fer lækkandi og stendur nú í 1,5 en fjármagnsliðir fara vaxandi og eru komnir í 14,7% af heildartekjum búanna og hafa hækkað verulega í krónum talið,“ segir jafnframt í frétt RML.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...