Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mér leiddist ekki í skipstjórahlutverkinu.
Mér leiddist ekki í skipstjórahlutverkinu.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 25. maí 2021

Hafsport bauð í skemmtilega bátaprófun

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Það er ekki oft sem mér er boðið að prófa eitthvað nýtt farartæki, en þegar það gerist segi ég yfirleitt já strax. Ég var eiginlega búinn að segja já áður en Þorvaldur náði að klára boðið um að prófa hraðbát frá Hafsport, þetta var eitthvað spennandi fyrir mig með alla mína tækjadellu.

Auðvelt að sjósetja bátinn fyrir einn mann.

Léttur bátur og auðvelt að sjósetja

Við hittumst seinnipart dags við höfnina í Kópavogi, en Þorvaldur kom með bátinn á kerru. Nafnið á bátnum er Kontra 450 cc og var útbúinn 50 hestafla tvígengisvél sem nær að skila bátnum á allt að 27 hnúta hraða ( sem er um 50 km hraði á klukkustund).

Þorvaldur sá alfarið um sjó­setninguna sem virtist vera mjög auðveld og létt þrátt fyrir að báturinn væri um 460 kg með mótornum, eftir að slakað var á tóginu sem hélt bátnum föstum á kerrunni rann hann á rúllunum auðveldlega í sjóinn.

Áður en við fórum frá landi færði Þorvaldur mér þurrbúning (öryggisfatnað/flotbúning sem er finnskur goritex-galli og kostar 259.000). Þorvaldur þurfti að hjálpa mér að klæða mig í búninginn sem ég fór í yfir fötin sem ég var í, en þegar maður er búinn að læra á „gallann“ er lítið mál að klæða sig í hann án hjálpar.

Öruggur, sterkur með mikið flot

Kontra bátarnir eru með tvöfalda skel (ef gat kemur á ytra byrðið þá flýtur hann á innra byrðinu) og þó að báturinn fyllist af sjó eða vatni þá flýtur hann samt því að í plastefninu er svo mikið flot. Í bátnum sem ég prófaði voru geymslukassar í hliðunum sem hægt er að nota til að sitja á.

Veðrið var frekar gott, en aðeins undiralda, í svona sjólagi vilja litlir bátar velta mikið, en það virtist sama hvernig maður beitti bátnum í ölduna hann hreyfðist nánast ekki neitt.

Við fórum í hringi á mikilli ferð og bjuggum til skarpar öldur, en sama hvað reynt var á stöðugleikann, báturinn einfaldlega haggaðist ekki. Þorvaldur sagði mér að hann hafi verið í þessum báti með 5 félögum sínum við sportköfun og báturinn bar þá vel alla sex ásamt köfunarbúnaðinum (Myndi giska á að það hafi verið nálægt 800 kg farmur).

Þessi bátur er með sex kassa sem eru bæði geymslur og sæti.

Svona útbúinn kostar báturinn um 3,5 milljónir

Þegar við vorum tveir í bátnum sá ég að við fórum hraðast á tæplega 27 hnúta hraða, en þegar ég var einn á bátnum prófaði ég ýmsan hraða, og fannst mér báturinn fara best með mig á hraða á milli 19 og 22 hnútar (35-40 km hraði).

Sætið sem er fyrir þann sem stýrir bátnum er sérhannað til að fjaðra og taka af högg í öldustappi. Báturinn sem prófaður var er sá stærsti af Kontra bátum og heitir 450 cc. Hann kostar án vélar 2.990.000, báturinn sem var prófaður var með 50 hestafla tvígengisvél. Hentugasta vélin í bátinn er 60 hestafla fjórgengisvél. Ýmsa aukahluti er hægt að fá í bátinn og þarf hver og einn að raða eftir sínum hentugleika s.s. sæti eða geymslukassa og fleira.

Fyrir utan Hafsport eru margar stærðir til að skoða.

Margt forvitnilegt til á lager hjá Hafsport

Áður en ég yfirgaf Hafsport sýndi Þorvaldur mér það helsta sem til er af bátum á lager og aukahlutum tengdum bátasporti. Á útisvæði verslunarinnar eru margir bátar, en sá sem prófaður var er þeirra stærstur og mikið seldur til björgunarsveita.

Þarna mátti sjá báta sem ætlaðir eru fyrir ýmsar stærðir véla niður í litla árabáta. Vinsælastur er Kontra 400 sem kostar nálægt 1.000.000 kr. með kerru. en án vélar.

Inni í búðinni var mikið til, utanborðsmótorar, köfunarvörur og ýmis öryggisbúnaður fyrir bátasport ásamt fleiru. Allavega fannst mér nóg til sem hægt var að skoða. Hægt er að fræðast betur um báta frá Hafsport á vefsíðunni www.hafsport.is.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f