Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birgir og starfsmenn hans voru í óðaönn að pakka hátíðarliljunum  ́Tete a tete ́ til dreifingar í stórverslunum um land allt. Þær eru þeim gæðum gæddar að eftir að þær hafa prýtt híbýli landans er hægt að planta þeim út í garð.
Birgir og starfsmenn hans voru í óðaönn að pakka hátíðarliljunum ́Tete a tete ́ til dreifingar í stórverslunum um land allt. Þær eru þeim gæðum gæddar að eftir að þær hafa prýtt híbýli landans er hægt að planta þeim út í garð.
Líf og starf 7. apríl 2023

Gular plöntur í algleymi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mekka pottaplönturæktunar er í Hveragerði. Einungis tveir framleiðendur rækta pottaplöntur allan ársins hring og eru þeir báðir starfræktir í blómabænum. Annar þeirra er Birgir Steinn Birgisson hjá garðyrkjustöðinni Ficus.

Páskarnir eru háannatími hjá Birgi, sem færir tilteknum stórverslunum 25.000 hátíðarliljur ́Tete a tete ́ til sölu og dreifingar ásamt fleiri fallegum gullituðum blómum. Birgir ræktar pottaplöntur og sumarblóm og dreifir þeim í umboðssölu í helstu stórmarkaði.

Hátíðarliljurnar ́Tete a tete ́eru þeim gæðum gæddar að eftir að þær hafa prýtt híbýli landans er hægt að planta þeim út í garð. Að tveimur árum liðnum koma þær svo upp aftur og blómstra þegar jörð þiðnar.

Birgir ræktar um 250.000 inniplöntur og 150.000 sumarblóm yfir árið. Hann hefur ekki tölu á tegundum og segir að handtökin séu þónokkur. Hann fagnar pottaplöntuáhuga landans, sem sannarlega glæðir heimilin huggulegheitum og tryggir rekstrargrundvöll framleiðenda á borð við hann.

„Á tíu ára tímabili átti fólk ekki að hafa blóm heima hjá sér. Allar auglýsingar í Bo Bedre og Hús&híbýli sýndu steríl heimili.“ Það reyndust erfið ár fyrir framleiðendur.

„Svo kemur hrunið. Þá fer fólk meira að spá í hlutina heildrænt. Ungt fólk fór að versla plöntur og gera umhverfi sitt huggulegra en líka til að auðga súrefni á heimilinu. Síðan í hruninu hefur bæði áhugi og sala á pottaplöntum vaxið.“

Birgir segir þessa tískubylgju í kjölfar hruns ekki tilviljun. „Eldri garðyrkjubændur sögðu alltaf að þegar þjóðfélagið horfist í augu við vandamál þá aukist sala á plöntum. Ég varð var við það í heimsfaraldrinum. Fyrsta mánuðinn seldi ég ofboðslega lítið því enginn fór út úr húsi. En svo jókst salan og ég hef aldrei selt jafn mikið og á því tímabili, enda vildi fólk hafa fallegt heima hjá sér því það þurfti að hanga þar svo mikið.“

Birgir á sér uppáhaldsplöntu. „Hortensía er drottning blómanna. Hún er erfið, þarf að drekka mikið og lætur ekki gleyma sér. Þú getur fengið hana aftur í blóma með því að hafa hana inni í óupphituðu gróðurhúsi yfir vetur. Hún myndar ný blóm við kulda. Með því að klippa hana svo vel niður í marsmánuði þá tekur hún við sér og blómstrar aftur í júlí eða ágúst.“

11 myndir:

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...