Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Grunur um salmonellusmit hjá Reykjagarði
Mynd / BGK
Fréttir 4. ágúst 2020

Grunur um salmonellusmit hjá Reykjagarði

Höfundur: Ritstjórn

Grunur er um að kjúklingahópur sem slátrað var hjá Reykjagarði hafi verið smitaður af salmonellu og varar Matvælastofnun við neyslu á kjúklingi úr þeirri framleiðslulotu.

Umræddur kjúklingahópur er með rekjanleikanúmerin 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01 og er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun.

Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi framleiðslulota:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
  • Vörutegund: Heill fugl, bringur, lundir, bitar
  • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01
  • Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó og Costco

Í tilkynningu Reykjagarðs er fólk sem hefur keypt kjúkling með þessum rekjanleikanúmerum beðið um að að skila vörunni til viðkomandi verslunar, eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1,110 Reykjavík Þá er tekið fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum sé fylgt ætti kjúklingurinn að vera hættulaus fyrir neytendur. Gæta þurfi að því að blóðvökvi berist ekki í aðra matvöru og steikja kjúklinginn vel í gegn.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...