Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér má sjá hvernig bakterían leikur perutré.
Hér má sjá hvernig bakterían leikur perutré.
Mynd / Ninjatacoshell - Wikimedia Commons
Fréttir 4. ágúst 2020

Grunur um að þekktur skaðvaldur leggist á garðplöntur í íslenskum görðum

Höfundur: Ritstjórn

Grunur er um smit bakteríunnar Erwinia amylovora í ýmsum plöntum í görðum hér á landi. Bakterían er þekktur skaðvaldur og leggst helst á plöntur af rósaætt (Rosaceae) svo sem epla- og perutré, kirsuberjatré og reyni.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að einkenni sjúkdómsins minni á miklar hitaskemmdir á plöntum, en erlendis er hann þekktur undir nafninu fire blight. „Blóm og lauf plantna visna og deyja. Dauð blóm og lauf skorpna og taka á sig dökkbrúnan eða svartan lit en haldast oftast á plöntunni. Heilar greinar, stönglar og sprotar visna og í mörgum tilfellum bognar fremsti hlutinn og myndar form sem best má líkja við krók. Lauf geta myndað svarta dauða bletti og ávextir geta orðið brúnir og visnaðir. Á bol geta einnig myndast dökkbrúnir eða rauðbrúnir dauðir blettir sem sökkva eilítið inn í bolinn.

Matvælastofnun mun hefja sýnatöku í vikunni og hvetur alla sem telja sig eiga plöntur sem hafa sýkst af bakteríunni til að senda stofnuninni ábendingu,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...