Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá og með árinu 2022 verður gjald tekið fyrir grunnskráningu allra hrossa, óháð aldri. Folöld fædd 2021 eru þó án skráningargjalds til 1. mars 2022.
Frá og með árinu 2022 verður gjald tekið fyrir grunnskráningu allra hrossa, óháð aldri. Folöld fædd 2021 eru þó án skráningargjalds til 1. mars 2022.
Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Á faglegum nótum 8. júní 2021

Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022

Höfundur: Halla Eygló Sveinsdóttir og Anna Guðrún Grétarsdóttir

Fram til þessa hafa hrossarækt­endur ekki þurft að greiða fyrir skráningu á folöldum. Breyting verður á þessu frá og með árinu 2022 en þá verður gjald tekið fyrir grunnskráningu allra hrossa, óháð aldri. Folöld fædd 2021 eru þó án skráningar­gjalds til 1. mars 2022.

Í heimaréttinni í WorldFeng er hægt að grunnskrá folöld, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (sjá leiðbeiningar hér í texta). Hryssur þurfa að hafa staðfest fang til að sá möguleiki sé í boði.

Stóðhestaeigendur (eða um­­sjónar­menn þeirra) eru hvattir til að standa skil á stóðhestasýrslum inn í WorldFeng til að auðvelda hryssu­eigendum skráningu folalda sinna.

Til upprifjunar þá er hægt að grunnskrá hross í WorldFeng eftir þremur leiðum:
  1. Skrá í gegnum heimarétt WorldFengs (WF).
  2. Skila grunnskráningu á örmerkinga­vottorði (vottorð um einstaklingsmerkingu).
  3. Hafa beint samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnað­arins (RML) og fá hrossið grunnskráð.
    Skráning í gegnum heimarétt WorldFengs, (á eingöngu við um folöld):

a) Hafa fullan aðgang að WF.
Hægt að fá frían aðgang í gengum hestamannafélög eða hrossaræktarsamtök eða kaupa aðgang beint hjá RML. Hjarðbókaraðgangur dugar ekki til grunnskráninga.

b) Viðkomandi þarf að vera þátt-
takandi í skýrsluhaldinu í WF (hafa skráðan uppruna og fastanúmer). Leitið til RML ef ekki til staðar.

c) Sá sem skráður er eigandi
móður, getur skráð folald í gegnum heimaréttina sína innan þeirra tímamarka sem þar eru er varða folöld.

d) Fangskráning (staðfesting á
veru hryssu hjá stóðhesti) verður að vera skráð í WF. Eigendur/umsjónarmenn stóðhesta sjá til þess að sú skráning sé fyrir hendi. Ekki er nóg að hryssueigandinn skrái fyljun á sína hryssu, eigandi stóðhestsins verður að samþykkja skráninguna þannig að hún verði virk.

e) Ekki er hægt að skrá í gegnum
heimaréttina eldri hross en folöld (sjá tímamörk í WF).

f) Þessi skráningarleið er án
gjalds (viðkomandi skráir sjálfur).

Skila inn grunnskráningu á ör­merk­ingablaði:

a) Láta merkingaraðila í té allar
upplýsingar um hrossið (sjá reiti á blaðinu), merkingarmaður fyllir blaðið út, eigandi eða umráðamaður hrossins skrifar undir merkingablaðið til staðfestingar á að upplýsingar séu réttar.

b) Merkingarmaður skilar frum-
riti úr örmerkingabók inn til RML til skráningar.

c) Þessi skráningarleið er á gjaldi
(fyrir utan folöld fædd 2021 fram til 1. mars 2022)

Hafa beint samband við RML:

a) Hafa til staðar allar upplýsingar
um hrossið þ.e. aldur, nafn (ef klárt), uppruna, lit, fæðingardag, faðir, móðir, ræktandi/ræktendur og eigandi/eigendur.

b) Ef folaldið er getið með stað-
göngumóður, að hafa fæðingar­númer hennar einnig með í upplýsingum.

c) Þessi skráningarleið er á
gjaldi (fyrir utan folöld fædd 2021 fram til 1. mars 2022)

Þannig að frá og með árinu 2022 verður eina leiðin til að skrá folöld gjaldfrjálst að gera það í gegnum heimarétt WorldFengs, að öðrum kosti verður að greiða fyrir grunnskráninguna eins og þegar er gert með eldri hross. Þess vegna er brýnt að muna eftir að skrá fyljun.

Leiðbeiningar um notkun heima­réttar má finna í flipanum „Hrossin mín“ í heimarétt WorldFengs og á heimasíðu RML.
Starfsfólk RML veitir allar nánari upplýsingar í síma 516-5000 eða í netfang rml@rml.is.

Halla Eygló Sveinsdóttir
ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusvið
halla@rml.is

Anna Guðrún Grétarsdóttir
skýrsluhald, búfjárræktar- og þjónustusvið
agg@rml.is

Skylt efni: skráningar folalda

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...