Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gróðursetning á plöntum í pottum
Á faglegum nótum 30. ágúst 2021

Gróðursetning á plöntum í pottum

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Nær allar tegundir skrautrunna og fjölærra garðplantna eru ræktaðar í pottum í gróðrar­stöðvum. Það er mjög þægilegt fyrir viðskiptavinina því með þessari ræktunartækni er hægt að grípa plönturnar hvenær sem er frá vori fram á haust og gróðursetja þær.

Yfirleitt eru þetta plöntur sem við gróðursetjum í beð og erum við þá væntanlega búin að undirbúa jarðveginn fyrir gróðursetninguna, ákveða staðsetningu beðanna, fá viðeigandi jarðveg í beðin og láta okkur dreyma um framtíðarblómskrúðið.

Við gróðursetningu þessara pottaplantna er byrjað á því að gera holu sem er nokkuð víðari en umfang pottsins. Í holuna er ágætt að blanda lífrænum áburði, búfjáráburði eða moltu, slíkur áburður brotnar hægt niður og er því að nýtast plöntunni yfir lengri tíma.

Gott er að hræra áburðinum vel við moldina og koma honum fyrir upp með hliðunum á holunni, ekki bara undir plöntunni, næringarrætur plöntunnar leita nefnilega aðallega til hliðar eftir næringu, ekki niður á við. Plantan er losuð úr pottinum, stundum er eins og plönturnar séu ekki alveg tilbúnar til að losna við pottinn en þá er hægt að setja plöntuna á hvolf og slá pottbrúninni varlega við nærliggjandi hart yfirborð, þá losnar yfirleitt potturinn af.

Plöntunni er svo komið fyrir í miðri holunni og hún látin standa álíka djúpt og áður, fæstar plöntur þola að vera gróðursettar mjög djúpt í jarðveginn. Holan er svo fyllt með góðri mold og þjappað niður með hliðunum þannig að ekki séu stórar holur meðfram hnausnum. Þessari framkvæmd lýkur svo með vökvun á plöntunni og ef vill má dreifa dálitlu magni af tilbúnum áburði yfir moldina, um það bil hálfa matskeið af alhliða áburði fyrir hefðbundna stærð af skrautrunna, aðeins minna fyrir fjölærar plöntur. Þetta er þó ekki nauðsynlegt ef við erum með góðan garðajarðveg.

Skylt efni: Garðyrkja ræktun

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...