Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gróðavon í orkunni
Mynd / Bbl
Skoðun 27. ágúst 2021

Gróðavon í orkunni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bragð er að þá barnið finnur, segir máltækið. Nú virðast íslenskir fjármála­gosar hafa fundið bragð, eða alla vega smjörþefinn af verulegri gróðavon í íslenskri raforku.

Mikil ásælni hefur verið á liðnum miss­erum eftir landi undir vindmyllugarða. Í nafni baráttu við loftslagshlýnun og framleiðslu á hreinni orku virðist næsta auðvelt að selja slíkar hugmyndir til íslenskra stjórnmálamanna. Ætli það sé þó ekki miklu fremur von um auðfenginn gróða og áskrift að vösum almennings sem ræður þarna för. Þegar forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er svo farinn að reka áróður fyrir uppskiptum á Landsvirkjun er virkilega kominn tími til að eigendurnir, þjóðin, fari að hugsa sinn gang í þessum efnum. Hugmyndin er þá væntanlega að selja Landsvirkjun í bútum til vel valinna fjárfesta. Þá mun milljarða arður af starfseminni hætta að renna í ríkissjóð, heldur í vasa fjárfesta.

Það þarf ekki að grafa lengi til að átta sig á þessu. Í tölum Eurostat, sem birtir marg­háttaðar hagtölur Evrópusambandsins, má sjá að raforka til heimila í löndum ESB er í sumum tilfellum margfalt hærri en á Íslandi. Vegna tenginga við raforkumarkaðskerfi Evrópu í gegnum orkupakkana margfrægu er síðan búið að skapa grunn fyrir réttlætingu á stórhækkun á raforkuverði til íslenskra heimila. Með lagningu rafstrengs frá Íslandi til Evrópu myndi því verða afar erfitt að sniðganga kröfu um samræmingu orkuverðs þar sem óheimilt er að mismuna kaupendum raforku við hvorn sinn enda strengsins.

Í tölum Eurostat kemur fram að á seinni hluta síðasta árs var raforkuverð til heimila í ESB-löndum hæst í Þýskalandi, eða 0,3006 evrur fyrir hverja kílówattstund með sköttum. Það jafngildir 45,15 íslensk­um krónum á verðlagi samkvæmt gengis­skráningu sl. þriðjudag. Næsthæst var verðið í Danmörku, eða 0,2819 evrur á kWst., sem jafngildir 42,34 íslenskum krónum. Lægsta raforkuverð til heimila í ESB-löndunum var hins vegar í Búlgaríu, eða 0,0982 evrur, sem samsvara um 14,75 kr.

Noregur er nú þræltengdur raforkukerfi Evrópu með sæstrengjum og hringtengingu til baka í gegnum Danmörku og Svíþjóð. Með innleiðingu á orkupakka 3 þar í landi, sem ekki var möguleg nema með samþykki Alþingis Íslendinga, var í raun opnað fyrir allar flóðgáttir þar í landi. Á síðari árshelmingi 2020 var meðalorkuverð í Noregi samkvæmt tölum Eurostat 0,1322 evrur kWst., sem jafngildir um 19,86 ísl. kr. Hafa ber í huga að raforkuverð þar í landi hefur sveiflast mjög í takt við framboð og eftirspurn.

Ef við skoðum þetta í samhengi við verð á raforku til íslenskra heimila, þá fara menn kannski að átta sig á þeirri gríðarlegu gróðavon sem fjármálaspekingar eru að horfa til. Með samþykkt hvers orkupakkans af öðrum er það ekki lengur spurning hvort, heldur hvenær íslenska raforkukerfið verður beinn eða óbeinn hluti af orkuneti Evrópu.

Samkvæmt tölum Orkuseturs, þá er almennt lægsta verð til söluaðila á Íslandi 6,46 krónur kWst. og hæsta verð 8,11 kr. kWst. með virðisaukaskatti. Ef dreifing er tekin með t.d. frá HS Orku í þéttbýli, þá er lægsta heildarorkuverðið 14,72 krónur og hæsta verðið 16,37 krónur. Hæsta raforkuverðið á Íslandi er því rétt yfir því sem lægst gerist í láglaunalandinu Búlgaríu, en talsvert undir raforkuverðinu í Noregi.

Í verðsamanburði við raforkumarkaðinn í Evrópu er harla ólíklegt að Ísland komist hjá því að miða við meðalverð í ESB-löndunum 27, sem var í lok síðasta árs 0,2134 evrur, eða sem svara 32,05 kr. á kWst. Eða ríku þjóðirnar eins og Dani eða Þjóðverja. Það hlýtur að skipta máli fyrir okkur öll.

Skylt efni: orkumál | Landsvirkjun | raforka

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...