Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 31. mars 2021

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Að grilla lambakjötið á þennan hátt er fljótlegra og auðveldara, sumsé að hafa kjötið skorið í bita – en má líka hafa heilt lambalæri en þá er lengri eldunartími. Að auki fær kjötið mikið bragð og dýrindis skorpu af grillinu en auðvitað má elda lambakjöt í ofni.

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmaríni

Hráefni

  • 4 – 5 bitar beinlaust lambakjöt, til dæmis framhryggur eða innra læri (eða heilt úrbeinað lambalæri)
  • 1/4 bolli jómfrúar ólífuolía
  • 8 stórir hvítlauksgeirar, marðir og grófsaxaðir
  • 2 msk hakkað rósmarín
  • Salt og nýmalaður pipar


Aðferð

Skref 1
Dreifið lambakjötinu á bretti. Með úrbeiningarhníf eða skurðarhníf er lambakjötið skorið í hæfilega stóra bita. Skerið umfram fitu og sinar burt.

Skref 2
Blandið saman ólífuolíu, hvítlauk og rósmaríni á stórt, fati. Bætið lambakjötinu við og veltið upp úr. Látið marinerast við stofuhita í fjórar klukkustundir, snúið nokkrum sinnum.

Skref 3
Kveikið á grillinu. Kryddið lambið með salti og pipar; ekki skafa hvítlaukinn eða rósmarínið af. Grillið lambið yfir heitum eldi og snúið oft þar til hitamælir sýnir 60 gráður kjarnhita fyrir miðlungs steikt kjöt. Eldunartíminn er breytilegur eftir stærð og lögun á lambabitunum sem valdir eru, allt frá átta mínútum fyrir 200 g stykki í 20 mínútur fyrir 600 g stykki. Flytjið lambakjötið á bretti og látið hvíla í 15 mínútur. Sneiðið lambið þunnt og berið fram.

Undirbúningur:
Lambið getur marinerast í kæli yfir nótt. Látið ná stofuhita áður en grillað er.

Gott að bera fram með kartöflum og íslensku grænmeti og villisveppasósu.

Gott er að bera kartöflur og íslenskt grænmeti fram með grilluðu lambakjöti – og hafa villisveppasósu með.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...