Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Mynd / Friðþjófur Árnason
Líf og starf 12. júlí 2021

Grenlækur að þorna upp - mjög alvarlegt ástand

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um síðustu mánaðamót bárust Hafrannsóknastofnun fregnir af vatnsþurrð í Grenlæk í Landbroti. Við vettvangsskoðun 3. júní kom í ljós að efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir.
Þegar er ljóst að vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatns­þurrðar­innar nú, hafa þörungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sérstaklega hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar. „Síðar mun koma í ljós hve alvarlegur skaði hefur orðið á fullorðnum sjóbirtingum, en líkur eru til að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er enn til staðar. Farvegur lækjarins var að mestu skraufþurr og sást lítið sem ekkert vatn utan einstaka þornandi smápolla. Í stöku polli var að sjá lifandi fiska og ljóst að þeir eiga ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrir þá sem ekki vita þá er Grenlækur frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta. Rennslinu út á Eldhraun er stýrt. Á því svæði sem nú er á þurru eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...