Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Greina hráefni í unnum matvörum
Fréttir 16. ágúst 2022

Greina hráefni í unnum matvörum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Unnar matvörur eru berskjaldaðar fyrir matvælasvindli. Erlendis hefur komist upp um mörg tilvik þar sem slíkar vörur hafa verið ranglega merktar. Matís hefur nýlega lokið verkefni sem prófar raðgreinatækni sem greinir hráefni á unnum matvælum.

Sæmundur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Matís.

„Oft og tíðum hefur vantað merkingar um tilteknar fisk- og dýrategundir á innihaldslýsingu vöru. Auðvitað getur alltaf verið um mistök að ræða af hálfu framleiðenda en engu að síður er tegundasvindl í matvælaframleiðslu gjarnan vísvitandi, þar sem dýru hráefni er skipt út fyrir ódýrari vöru,“ segir Sæmundur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Matís.

Hann bendir á að tap á trausti neytenda geti verið mjög dýrkeypt fyrir fyrirtæki í matvælaframleiðslu og smávöruverslanir. Ef upp kemst um tegundasvindl í matvælaframleiðslu getur það haft mikið tjón í för með sér fyrir orðspor fyrirtækjanna og getur minnkað umsvif viðskipta sem hefur að lokum neikvæð áhrif á samkeppnishæfni greinarinnar í heild.

„Hefðbundnar greiningaraðferðir á innihaldsefnum í unnum matvælum eru flestar flóknar í framkvæmd og hægvirkar.

Nýlegar og afkastamiklar aðferðir í raðgreiningu erfðaefnis (DNA) eru margar mjög kostnaðarsamar og innleiðing þeirra felur í sér háan fjárfestingarkostnað, bæði í tækjabúnaði og þjálfun starfsfólks,“ segir Sæmundur, sem hefur unnið að verkefninu DNA Complex á síðustu misserum en það miðar að þróun aðferða sem byggja á notkun Nanopore raðgreiningartækni til hraðvirkra og hagkvæmra greininga á innihaldsefnum unninna matvæla.

Einföld tækni

Verkefnið nýtir sér MinION raðgreini, frá fyrirtækinu Oxford Nanopore, til þróunar á áreiðanlegum, hraðvirkum og hagkvæmum greiningum innihaldsefna í unnum matvörum með DNA raðgreiningu að sögn Sæmundar. „MinION er lítill og meðfærilegur DNA raðgreinir og vonir standa til að þetta verkefni muni skila af sér hagkvæmri aðferð til greiningar innihaldsefna í unnum matvælum. Tækið er ódýrt og einfalt í notkun og markmiðið er að þjálfa starfsfólk belgískar verslanakeðju í notkun tækisins.“

Verkefninu er nú nýlega lokið. Helstu niðurstöður þess eru að MinION tæknin virkar vel til að greina hráefni í unnum matvælum og ekki skiptir máli hvort um kjöt- eða fiskafurð er að ræða. Tæknin er einföld í notkun og því gætu matvælavinnslur innleitt aðferðafræðina í tengslum við hefðbundið gæðaeftirlit.

Skylt efni: Matvælasvindl

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...