Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið.
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið.
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, út Flóruspilið sem er stokkur með myndum og texta sem spila má með veiðimann.

Hugmyndin með spilinu er að auka plöntuþekkingu þjóðarinnar.

Guðrún segir að móttökur á spilinu hafi farið fram úr væntingum og að hún hafi því ákveðið að gefa spilið út aftur með þrettán nýjum tegundum. „Með Flóruspilinu er hugmyndin að fólk geti fræðst um grasnytjar og þjóðtrú jurtanna í leiðinni.

Hugmyndin er að gefa út stokk á ári um flóruna í eitt til tvö ár í viðbót og halda svo jafnvel áfram með fræðsluspil í öðrum flokkum. Satt best að segja eru möguleikarnir óendanlegir.“

Blómaspilið er einföld barnaútgáfa af Flóruspilinu þar sem spilað er samstæðuspil með jurtunum.

Að sögn Guðrúnar eru ung börn mjög móttækileg fyrir upplýsingum og eru fljót að læra tegundaheitin út frá myndunum. Blómaspilið er á íslensku, ensku og pólsku í sama stokki en Flóruspilið er á þessum tungumálum í aðskildum stokkum. Spilið og stokkinn skreytir falleg mynd eftir listamanninn Eggert Pétursson.

Skylt efni: Flóruspilið

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...