Grasflötin tamin í eitt skipti fyrir öll
Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir fræðslufundi þann 16. maí þar sem farið verður yfir hvernig ná á grasflötum fallegum og heilbrigðum „í eitt skipti fyrir öll“ eins og segir á vef félagsins, gardurinn.is.
Bjarni Þór Hannesson, íþróttayfirborðstæknifræðingur og grasagúru svonefndur, mun þar fara yfir meðal annars hvernig losna á við mosa úr grasflötum, hvort nota skuli kalk og hvaða áburð er best að nota.
Fræðslan fer fram í sal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1, Reykjavík, og hefst kl. 20. Boðið er upp á streymi fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Að fræðslu lokinni verður almennt garðyrkjuspjall yfir kaffinu og opið bókasafn.