Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Grænmeti og möndluhjúpaður kjúlli
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 12. mars 2021

Grænmeti og möndluhjúpaður kjúlli

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Við skulum vera heiðarleg, grænmetismeðlæti getur orðið einhæft og stundum erfitt að fá hugmyndir en það er auðvelt að baka grænmeti og prófa framandi grænmeti til að krydda lífið. Svo er hægt að auka skammtinn til að fá fjölbreytt mataræði með fullt af vítamínum.

Ristað fennel og spergilkál

Hráefni

  • 1 haus spergilká
  • 1 fennel skorið í sneiðar
  • Sinneps-skalottlauks kryddlögur


Hráefni

  • 2 litlir skalottlaukar, smátt saxaðir
  • 1 hvítlauksrif, smátt saxað
  • 2 tsk. Dijon sinnep
  • 4 msk. góð olía
  • salt og pipar


Aðferð

Hitið ofninn í 200 gráður.

Blandið saman skalottlauk, hvítlauk og sinnepi í skál og þeytið saman. Bætið næst olíunni í stöðugum straumi meðan þið þeytið til að þykkja marineringuna. Saltið og piprið eftir smekk og setjið til hliðar.

Undirbúið grænmeti. Skerið toppinn af fennel. Skerið fennelið í fjórðunga og fjarlægið harðan kjarna frá rótinni og sneiðið í sneiðar. Setjið fennel-sneiðar á fat.

Bætið við spergilkálsblómum og dreifið grænmeti út á smjörpappír og steikið við 200 gráður í 30-40 mínútur eða þar til fennel er mjúkt. Stráið ríkulega yfir ferskun parmesanosti.

Möndluhjúpaður kjúklingur

Kornflögur – eða jafnvel Rice Krispies – er oft notað til að hjúpa kjúkling.

Möndluhjúpaður bakaður kjúklingur er eins og naggar sem flestir elskuðu þegar þeir voru krakkar, en nú er komin hollari útgáfa. Hreint út sagt ljúffengt!

Þessi möndluhjúpaði kjúklingur er frábær þegar þú vilt fá góða stökka húð á kjúklinginn.

Það skiptir ekki öllu máli ef þú notar egg til hann festist betur við, eða mjólk hægt er að nota bara vatn. Kjúklingurinn er stökkur og safaríkur í hvert skipti. Þú getur notað kjúklingabringur, læri eða jafnvel svínakótelettur!

Hráefni

  • 500 g kjúklingur
  • 300 g möndlumjöl
  • 50 g heilar möndlur, kornflex eða annað stökkt korn
  • Paprikuduft, salt og pipar fyrir krydd
  • Egg, vatn og/eða mjólk hrært til að hjúpa kjúklinginn

Aðferð

Að búa til möndluhjúpaðan kjúkling er svo auðvelt!

Blandið saman kryddinu við möndlur og möndlumjöl í kraftmiklum blandara eða í skál.

(Ekki vinna saman of mikið, annars býrðu til möndlusmjör.)

Dýfðu kjúklingi í eggja og vatnsblöndu (eða mjólk) og svo í möndlurnar.

Kjúklingurinn er settur á bökunar­plötu klæddri smjörpappír þar til hann er orðinn gullinnbrúnn og safinn glær.

Bakaðir sætakartöflubitar

Einfalt og hollt meðlæti til að breyta til frá djúpsteiktum kartöflum sem sumum finnst vera reglan með stökkum kjúklingi.

Hráefni

  • 4 heilar sætar kartöflur, vel skolaðar og skornar í bita eða fleyga
  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. blandaðar kryddjurtir
  • 1 tsk. paprikuduft

Aðferð

Hitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið bökunarplötu létt, eða klæðið hana með bökunarpappír.

Blandið olíu og papriku í stóra skál.

Bætið við sætum kartöflum og dreifið þeim jafnt yfir.

Setjið bita í eitt lag á bökunarplötu og bakið í 40 mínútur.

Hægt er að forbaka annað grænmeti eins og sellerírót eða gulrætur líka til að fá litríkt grænmeti.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.