Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Grænmeti er jafnvel betra grillað
Matarkrókurinn 21. júlí 2020

Grænmeti er jafnvel betra grillað

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Að grilla grænmeti er auðveld leið til að breyta bragðinu af grænmeti á skemmtilegan hátt. Núna er tíminn til að grilla smá grænmeti.  Það eldast fljótt og er svo ljúffengt með bara vott af reyk frá grillinu.  Í flestum tilvikum getið þið sagt til um hvort grænmeti sé tilbúið bara með því að skoða það. Hér eru nokkur ráð um fullkomið grillað grænmeti.
 
  1. Penslið grænmetið létt með olíu.
  2. Grænmetið getur þornað í hitanum án olíu. Áður en þið setjið grænmetið á grillið skulið þið velta eða pensla með olíu.  Ekki nota of mikið – það bætir aðeins við óþarfa hitaeiningum. Heldur penslið með olíu bara nægilega mikið svo hún hjálpi til við að kryddið festist við. Passið réttan eldunartíma til þess að koma í veg fyrir að grænmetið brenni.
  3. Sumt grænmeti tekur eina mínútu eða tvær mínútur að elda á meðan annað tekur lengri tíma. Grænmeti eins og kartöflur mun taka lengstan tíma að elda. Með því að elda á of miklum hita of lengi mun grænmetið brenna að utan en haldast hrátt að innan. Til að koma í veg fyrir bruna er grænmeti brúnað á miklum hita og svo fært á kaldari hluta grillsins til að klára matreiðsluna. Þið getið líka foreldað  grænmetið og gefið nokkrar mínútur á grillinu til að fá smá lit að utan – og gott bragð.
  4. Notið álbakka, spjót eða grill­körfu fyrir litla bita.
  5. Kirsuberjatómatar, kúrbítsbitar og sveppir eru frábærir á grillinu. Til að koma í veg fyrir að minna grænmeti eða ávaxtabitar rúlli eða falli niður um teinana, setjið þá frekar á spjót, á álbakka eða notið grillkörfu. Ef þið eruð ekki með grillkörfu skulið þið brjóta álpappír í tvennt og troða upp kantana til að búa til bakka. Þessi „karfa“ kemur í veg fyrir að maturinn detti í gegn en hann fær samt nóg af grillbragði.
  6. Skerið minna grænmeti í smærri bita til að það eldist jafnt. Hvernig þú skerð grænmetið þitt ræður því hversu hratt það eldast. Skerið grænmetið því í smærri bita ef þið viljið að grænmetið eldist hraðar (eða notið spjót). Skerið kringlótt grænmeti eins og lauk eða eggaldin í bita.
  7. Prófið að elda í álpakka.Setjið grænmetið í tvöfaldan álpappír. Fellið yfir og klípið kantana saman og búið til pakka.  Setjið pakkann á grillið. Lokið grillinu og eldið þar til grænmetið er orðið mjúkt (um það bil 12 til 15 mínútur, fyrir kartöflur). Þegar þið opnið pakkann skulið þið gæta að gufunni sem getur brennt hendur.
 
Grillað grasker með papriku
  • 600 g grasker 
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 tsk. reykt paprikuduft
  • 2 hvítlauksrif, saxað
Setjið grasker í stóra skál. Bætið við olíu, papriku og hvítlauk. Blandið saman.
 
Hitið grill yfir miðlungs háum hita.
 
Eldið grasker í 5 til 7 mínútur á hvorri hlið eða þar til bitarnir eru brúnaðir og mjúkir viðkomu. Berið fram.
 
Ostafylltir sveppir 
 
Ostafylltir sveppir er mjög auðvelt að búa til með því að nota aðeins það sem er til í ostadeildinni, ásamt salti og pipar, glútenfrítt og geta jafnvel passað inn í ketó mataræði.
  • 10 sveppir – Veldu meðalstóra sveppi sem hægt er að borða í 1–2 bitum.  Þú getur líka notað portobello-sveppi ef þú vilt það frekar. Sumir nota þá í stað hamborgara.
  • Rjómaostur – Hægt er að gera rjóma-­ lagaða fyllingu með sólþurrkuðum tómötum.
  • Reyktur ostur – Fyrir djarft reykbragð er ný íslensk framleiðsla í boði.
  • Parmesan ostur – Til að búa til stökka skorpu.
  • Ristaðar rauðar paprikur – Bætir fallegum lit við.
  • Laukur og hvítlaukur – Passar vel við sveppi.
Til að undirbúa sveppina skuluð þið taka stilka sveppanna af til að búa til holu.  Annaðhvort hendirðu stilkunum eða geymir til að nota síðar. Notaðu síðan rakan eldhúspappír til að bursta af óhreinindi. Best er að skola ekki sveppi eða setja þá í vatn, því þeir taka fljótt upp vökva.
 
Blandið fyllinguna – mýkið rjómaostinn. Blandið ost eftir smekk og rauða papriku, lauk og hvítlauk, ef nota á það. Saltið og piprið.
 
Fyllið sveppina – Fylltu sveppina  með ostafyllingu að eigin vali.  
 
Grillið á álbakka – Látið standa í tíu mínútur, þar til topparnir eru „puffaðir“ og gylltir.  Sveppirnir ættu að vera dökkir og mjúkir.
 
BBQ-smjör
 
  • 2 msk. olía
  • 1/2 lítill rauðlaukur, saxaður
  • 2 hvítlauksrif, saxað
  • 2 tsk. paprikuduft
  • 1/2 tsk. cayenne duft
  • 1 tsk. cuminfræ
  • 1 tsk. chili duft
  • 1/2 bolli vatn
  • 1 1/2 msk. ósaltað smjör, stofuheitt
  • 1 tsk. Worcestershire sósa
  • Salt og svartur pipar
Hitið olíuna í miðlungs eldri pönnu yfir miklum hita þar til næstum byrjar að rjúka úr. Bætið lauknum við og eldið þar til hann er mjúkur, í tvær til þrjár mínútur. Bætið hvítlauknum við og eldið í 30 sekúndur. Bætið papriku, cayenne, cumin og chili við og eldið í mínútu. Bætið 1/2 bolla af vatni við og eldið þar til blandan þykknar og vatnið minnkar. Látið kólna aðeins.
 
Setjið smjörið í matvinnsluvél, bætið kryddblöndunni og Worcestershire sósunni við og vinnið þar til þetta er slétt. Kryddið með salti og pipar, skafið blönduna í litla skál, breiðið yfir og geymið í kæli í að minnsta kosti 30 mínútur til að smjörið samlagist. Færið í stofuhita áður en borið er fram.
 
Jurtasmjör
 
  • 2 msk. ósaltað smjör, við stofuhita
  • 1/4 bolli saxaðar ferskar kryddjurtir (basilika, graslaukur eða estragon)
  • 1 tsk. salt
  • Nýmalaður svartur pipar
Blandið vel saman í matvinnsluvél.
 
Fullkomlega grillaður maísstöngull
 
Hitið grillið yfir miðlungs hita.
 
Dragið ytra hýði niður af maís. Fellið hýði aftur á sinn stað og setjið maís í stóra skál af köldu vatni með einni matskeið af salti í tíu mínútur.
 
Takið úr vatni og hristið umfram vatn af. Setjið kornið á grillið, lokið hlífinni og grillið í 15 til 20 mínútur. Snúið á fimm mínútna fresti, eða þar til kornin eru orðin mjúk þegar stungið er í þau með hníf. Fjarlægið hýðið. Berið fram með BBQ smjöri og/eða jurtasmjöri. Smyrjið yfir kornið meðan það er heitt.
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...