Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gísli Matthías Auðunsson,matreiðslumeistari, eldaði gömlu góðu ömmukjötsúpuna í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum síðastliðinn laugardag en um átta þúsund manns horfðu á útsendinguna.
Gísli Matthías Auðunsson,matreiðslumeistari, eldaði gömlu góðu ömmukjötsúpuna í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum síðastliðinn laugardag en um átta þúsund manns horfðu á útsendinguna.
Fréttir 26. október 2020

Gott áhorf á kjötsúpueldun í beinni útsendingu

Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, var kjötsúpudagurinn haldinn með breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað uppákomu á Skólavörðustíg eins og undanfarin ár, eldaði Gísli Matthías Auðunsson,matreiðslumeistari, kjötsúpu í beinni útsendingu á Netinu frá Súlnasal Hótel Sögu. Var um samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda og Sölufélags garðyrkjumanna að ræða og tókst vel að elda gömlu góðu ömmukjötsúpuna í beinni sem þjóðin hafði valið nokkrum dögum fyrr sem besta kjötsúpan á Facebook-síðu lambakjöts.

 „Þrátt fyrir nokkra tæknihnökra þá gekk þetta stórvel og fengum við um átta þúsund áhorf á viðburðinn sem er nokkuð gott. Við munum síðan halda áfram að framhefja viðburðinn á síðunni okkar í um vikutíma í viðbót,“ segir Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb.

Vekja athygli á hráefninu
„Okkur finnst þetta mikilvægt samstarf því það er engin kjötsúpa nema að hafa grænmeti og lambakjöt, það getur ekki án hvors annars verið. Við höfum alltaf styrkt þennan viðburð, garðyrkjubændur hafa látið í té grænmeti í súpuna, rófur, kartöflur, gulrætur og hvítkál ef hefur þurft. Það hefur verið gaman að fara niður eftir á Skólavörðustíg og smakka mismunandi útgáfur af súpum í gegnum árin á fyrsta vetrardag. Það er stemning að taka þátt í þessu og ánægjulegt að geta gert það. Þetta var gert öðruvísi núna vegna ástandsins og ég held að við höfum náð til yngri markhóps í gegnum samfélagsmiðlana. Þetta vekur vitund og það voru margir sem sáu útsendinguna og þó að allir hafi ekki horft frá upphafi til enda þá vekur þetta athygli á hráefninu sem slíku. Þetta er hvatning fyrir fólk að fara út í búð og kaupa þessar afurðir, íslenskt grænmeti og lambakjöt og með þessu móti höfum við sennilega náð til þeirra sem ætluðu sér jafnvel ekki að elda kjötsúpu. Það að fá fólk til að dansa þennan dans í eldhúsinu og útbúa sína útgáfu af íslensku kjötsúpunni er mikilvægt,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...