Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gosdrykkur með CBD
Líf og starf 17. ágúst 2021

Gosdrykkur með CBD

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýsköpunaráfanga í Háskólanum í Reykjavík fæddist hugmynd um að þróa gosdrykk sem mun innihalda CBD. Drykkurinn er búinn að vera í þróun síðastliðnar vikur enda fjölmörg tækifæri sem skapast samhliða breyttri lagasetningu sem mun leyfa CBD í matvæli.

Aðstandendur drykkjarins segja að drykkjarvörumarkaðurinn sé stútfullur af alls kyns drykkjum sem innihalda orku og eru örvandi en lítið er um drykki sem gefa líkamanum ró. Þaðan kemur hugmyndin af VÆR, kolsýrðum drykk með náttúrulegum bragðefnum og CBD olíu sem er eitt af virku efnunum úr hampplöntunni. Efnið er ekki vímugjafi og hefur fjölmarga heilsusamlega kosti.

Erlendis er mikil söluaukning í drykkjum sem falla í þennan flokk og Íslendingar hafa sýnt CBD mikinn áhuga ásamt því að íslenskir bændur eru farnir að rækta hamp í auknum mæli.

Drykkurinn hefur fengið góðar viðtökur og verður ljúffengur CBD drykkur tilbúinn á markaðinn fyrr en varir.

Að verkefninu standa Birgir Ásþórsson, Harpa Ægisdóttir, Heiðar Sigurjónsson og Axel Aage Schiöth

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.