Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Göngur og réttir og COVID-19
Mynd / Bbl
Fréttir 19. ágúst 2020

Göngur og réttir og COVID-19

Höfundur: Ritstjórn

Embætti landlæknis, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar fyrir göngur og réttir, vegna COVID-19.

Leiðbeiningunum er skipt upp í níu liði; Almennt um göngur og réttir, Grundvallarsmitgát, fjallaskálar - þrif og umgengni á tímum COVID-19, Innlendir og erlendir ferðamenn í réttum, Gátlisti fyrir göngur, gátlisti fyrir réttir, Ef eitthvað er óljóst, Frekar upplýsingar um COVID-19 og Viðaukar (lög, reglugerðir og annað sem að gangi má koma.

Í liðnum „Almennt um göngur og réttir“ eru nokkur lykilatriði tíunduð sem ætti að hafa til hliðsjónar í þeim störfum sem framundan eru og varða göngur og réttir:

  • „Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“.
  • Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir.
  • Ef ekki er hægt að tryggja að framkvæmd gangna og rétta sé í samræmi við sóttvarnarreglur þarf að sækja um undanþágu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á því að sækja um slíka undanþágu á netfangið h rn@hrn.is. S já auglýsingu HRN 14. ágúst 2020. 10.gr.
  • Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns.
  • Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.
  • Vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.
  • Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá sem hafa hlutverk í göngum/leitum þann tíma sem göngur/leitir standa yfir. Ábyrgðaraðili fjallskila tryggir í samvinnu við rekstraraðila húsnæðis að svo megi verða.“

 

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...