Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og bjóða gesti velkomna að skoða söfnin endurgjaldslaust.

Alls tóku að þessu sinni 15 söfn þátt í Eyfirska safnadeginum og voru þau staðsett hvarvetna í Eyjafirði.

Vespur hafa alltaf notið vinsælda.

„Aðsóknin var góð og við erum ánægð með viðtökur, það var ekki annað að sjá en fólk kunni vel að meta það sem í boði var,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.
Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2007 og segir Haraldur Þór að í fyrstu hafi ekki annað staðið til en að halda daginn í þetta eina skipti.

Hann gekk hins vegar svo ljómandi vel að ákveðið var að endurtaka leikinn árið á eftir „og síðan hefur þessi dagur verið árlegur viðburður nema hvað við þurftum að aflýsa á síðasta ári vegna heimsfaraldursins,“ segir hann.

Eyfirski safnadagurinn hefur alltaf verið haldinn á sumardaginn fyrsta og markað upphafið að sumarstarfsemi safnanna, en nú var hann færður yfir á haustið, líka vegna stöðu faraldursins í vor.
„Við erum bara glöð yfir að hafa getað haldið upp á daginn,“ segir Haraldur Þór.

Gestum Minjasafnsins gefst kostur á að spreyta sig í trommuleik. Hér er Úlfar að prófa.

WDK Whermacht mótorhjól sem höfðu á þessum tíma yfir sér rómantískan blæ, en þurftu gjarnan mikið viðhald.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...