Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Glókollur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 14. september 2022

Glókollur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og vegur svipað og 5 krónu mynt (um 6 grömm). Hann er nokkuð nýr landnemi og að öllu leyti skógarfugl, því er nokkuð ljóst að hann hefur numið hér land í kjölfar mikillar aukningar í greniskógrækt.

Upp úr aldamótum fer að bera á fjölgun glókolla og er áætlað að stofninn sé núna á bilinu 1.000-2.000 pör. Hann er staðfugl en þrátt fyrir smæð sína þá stendur hann ágætlega af sér íslenskt veðurfar. Engu að síður hafa komið hrun í stofninn sem líklega tengjast sveiflu í framboði á grenilús sem er undirstöðufæða glókollsins. Fuglinn er frekar hnöttóttur í laginu með stutta og breiða vængi. Hann er grænleitur með svarta og gula kollrák nema hjá karlfuglinum er kollrákin að hluta appelsínugul. Þeir eru mjög kvikir og halda sig gjarnan innarlega í trjám en eiga það til að koma út á greinarnar í leit að fæði. Það getur því verið áskorun að koma auga á þennan litla fugl en oft kemur hann þó upp um sig því þeir eru sítístandi og kallandi sín á milli. Glókollar verpa iðulega nokkrum sinnum á sumri og allt að því 6-11 egg í hvert skipti. Svona mikil urpt spilar stóran þátt í því hvað stofnin
n getur náð sér fljótt á strik aftur eftir áföll og stækkað hratt á skömmum tíma.

Skylt efni: fuglinn

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...