Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Glöð og frjálsleg í fasi
Menning 30. mars 2023

Glöð og frjálsleg í fasi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið fór daginn að lengja og sólarglætu varð vart, í kjölfarið þó stimplað sem „false spring“. Svona skemmtilegheit eru víst undanfari páskahrets sem gleður hjörtun mismikið – en með sólskin í huga getum við hugsað um farsælli tíð.

Allar horfur eru amk. á heitu sumri og þá er ekki úr vegi að njóta sín til hins ýtrasta, vera sem glöðust og frjálslegust í fasi. Með flaksandi hár, berfætt og brjóstahaldaralaus getum við kvenpeningurinn notið sumarsins... ...brjóstahaldaralaus hugsa nú sumir með efa.

Frænkurnar í forgang

Brjóstahaldaralausar konur eru því miður uppspretta bæði líkamlegra og andlegra óþæginda sumra og því ekki annað í stöðunni en að taka af og til tillit til þessara viðkvæmu sála. Auðvitað verður einnig að lesa stundum í aðstæður og bjóða ekki umhverfinu upp á óbeisluð brjóst ef athyglin á að beinast að öðru mikilvægara. (Lesist; við athafnir á borð við jarðarfarir, skírn, brúðkaup, vinnufundi alvarlegs efni og þar fram eftir götunum.) 

En hvert er nú best að snúa sér í þessum efnum?

Jú. Nú eru nefnilega á markaðnum svokallaðar „nippies“ sem eiga ættir að rekja til brjóstadúska burlesque dansara og ætlaðar til að hylja geirvörtur. Einnig má kaupa „nippies-tape“ eða límband/teip ætlað yfir þetta viðkvæma svæði, auk þess að hafa þann eiginleika að geta einnig nýst við brjóstalyftingu. Fást límböndin svo og frænkur brjóstadúskanna í ýmsum litum, enda er mannkynið afar litríkt. Ganga frænkurnar einnig undir nafninu peistís samkvæmt atvinnumönnum í þessum efnum.

Kartöfluuppskeran hápunkturinn

En svo er spurning hvort ekki séu gæðin mismunandi á þessum elskum, svo og litadýrðin? Í könnun sem blaðamaður miðilsins VICE gerði á málinu, kom eftirfarandi í ljós eftir að viðkomandi reyndi ýmsar tegundir við hin helstu veðrabrigði. Í fyrsta sæti var tegund frænkna undir merkinu Gatherall.

Gekk blaðamaður VICE rösklega upp fjall, stakk sér þar sveittur í á og skalf svo úr kulda eftir volkið. Sátu frænkurnar vel á brjóstunum, hnikuðust ekki til og huldu að fullu sperrtar geirvörtur kuldasjokksins eftir baðið.

Gatheralls fást í nokkrum litbrigðum og henta því flestum kynþáttum. Kosta um fjögur þúsund krónur – eða 28$ á vefsíðunni www.express.com. Annað sæti vermdi merkið Bonamona, ódýrari valkostur sem fæst á Amazon.com. Þar eru þrjú sett í pakka sem hægt er að endurnýta auk þess sem sérstakir geirvörtupúðar fylgja með fyrir viðkvæma.

Ef hugur er á að versla sér frænkur í háum verðflokki er mælt með þeim sem bera einfaldlega nafnið Nippies. Um ræðir þunnar en fremur stífar frænkur sem gefa brjóstunum einkar fallegt form. Þær verða líka þynnri út á brúnirnar, og þá nær ósýnilegar í gegnum hvaða fatnað sem er. Til viðbótar býður merki Nippies upp á fjölbreyttasta litavalið. Vefsíða merkisins má finna á www.barenecessities.com.

Til viðmiðunar

Við tilraunir á þessari vöru er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Hversu vel/lítið mótar fyrir þeim undir þunnum bolum, eru þær á einhvern hátt hamlandi eða óþægilegar eða fylla þær notandann sjálfstrausti og öryggiskennd? Þegar um tilraunaferli er að ræða er til dæmis hægt að fara léttklædd í grænmetis- og ávaxtakæli verslana, brydda upp á spjalli við einhvern nærstaddan og gera sér grein fyrir hvort viðmælendum manns sé tíðlitið á brjóstasvæðið eða hvort kartöfluuppskeran sé hápunktur samræðnanna.

Ef hægt er að halda uppi samræðum jafnframt því að vera með gæsahúð – en ósýnilegar geirvörtur – er takmarkinu náð. Á vefsíðu undirfatarisans Victoria ́s Secret má svo bæði finna frænkur og húðlituð límbönd sem eiga bæði að gegna hlutverki þeirra, sem og ef viðkomandi vill geta lyft brjóstunum örlítið. Ekki fá límböndin jafngóða dóma og frænkurnar og talið er best að nota þau einungis í 1-2 klst. í senn. Hefur reynslan sýnt að eftir lengri tíma eyðist límið auk þess sem það getur valdið kláða eða annarri ertingu.

Svo væri nú agalega sorglegt að vera búin að líma upp á sér brjóstin, strunsa um með sperrtan barm en uppgötva svo að annað brjóstið væri farið að húrra niður á við. Betra kannski að halda sig við frænkurnar og leyfa öllu að gossa – enda þó sýnilegar geirvörtur fái suma til að grípa andann á lofti, þykir stærð og lögun brjósta öll fögur. Njótum okkar því í sumar glaðar og frjálslegar í fasi.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...