Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil, við afhendingu gjafarinnar.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil, við afhendingu gjafarinnar.
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda sveitar­stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningar­­setursins sem eru eftir sölu eigna 214.000.000 króna.

Í ljósi stofnskrár og með hliðsjón af sögu Menningarseturs Skagfirðinga fylgir gjöfinni sú kvöð að þessum fjármunum skal varið til uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð.

Menningarsetur Skagfirðinga er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 1958. Skipulagsskrá hennar var samþykkt af dómsmálaráðherra og forseta Íslands árið 1965. Stofnendur voru áhugafólk um uppbyggingu á skóla og þjónustu í Varmahlíð.

Forveri Menningarseturs Skag­firðinga var Varmahlíðar­félagið sem var stofnað árið 1936, og hafði það meginmarkmið að byggja upp héraðsskóla í Varmahlíð. Til að sú uppbygging gæti orðið að veruleika keypti Varmahlíðarfélagið jarðirnar Reykjarhól og Varmahlíð af ríkissjóði árið 1941, en segja má að þær fjárfestingar hafi verið undirstaðan í allri uppbyggingu í Varmahlíð.

Með tímanum hafa hlutverk og áherslur hjá Menningarsetri Skagfirðinga breyst, sveitarfélögin hafa einnig stækkað og þjónustuhlutverk þeirra aukist í bæði skólamálum sem og á öðrum sviðum. Í ljósi þessa var samþykkt á stjórnarfundi Menningarseturs Skagfirðinga 17. desember 2020 síðastliðinn að hætta starfsemi og afhenda sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningarsetursins.

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...