Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Líf og starf 8. október 2020

Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb

Höfundur: Ritstjórn

Ný stjórn hefur verið kjör­in á aðal­fundi Icelandic Lamb. Gísli S. Brynjólfsson tek­ur við for­mennsku fé­lags­ins af Söru Lind Þrúðardóttir, en tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í þriggja manna stjórn. Í stjórn­inni sitja nú ásamt Gísla, Eygló Harðardóttir fyrrverandi ráðherra og matreiðslunemi og Steinþór Skúlason, framkvæmdastjóri SS sem situr áfram í stjórn sem fulltrúi Landssambands Sláturleyfishafa. Eygló var kjörin af Bændasamtökum Íslands en Gísli er fulltrúi Landssamtaka Sauðfjárbænda.

Auk Söru Lindar vék Oddný Steina Valsdóttir úr stjórn. Aðspurður er Gísli þakklátur fyrir það traust sem sauðfjárbændur sýna honum með stjórnarkjörinu og horfir bjartsýnn til framtíðar. Hann segir töluverð tækifæri liggja í markaðssetningu íslenskra matvæla erlendis og hlakkar til að vinna áfram að því að tryggja íslensku lambakjöti þá alþjóðlegu gæðaviðurkenningu sem það á svo sannarlega skilið.

Nýverið fékk Icelandic Lamb heimild til markaðssetningar til íslenskra neytenda, en skrifað var undir viðauka við samning Markaðsráðs Kindakjöts og Atvinnuvegaráðuneytisins um Aukið virði sauðfjárafurða í september. Samkvæmt viðaukanum verður markaðsstofunni heimilt að vinna að kynningar- og ímyndarmálum fyrir sauðfjárrækt undir formerkjum Icelandic Lamb á innanlandsmarkaði og bíða nýrri stjórn krefjandi verkefni.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...