Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Líf og starf 8. október 2020

Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb

Höfundur: Ritstjórn

Ný stjórn hefur verið kjör­in á aðal­fundi Icelandic Lamb. Gísli S. Brynjólfsson tek­ur við for­mennsku fé­lags­ins af Söru Lind Þrúðardóttir, en tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í þriggja manna stjórn. Í stjórn­inni sitja nú ásamt Gísla, Eygló Harðardóttir fyrrverandi ráðherra og matreiðslunemi og Steinþór Skúlason, framkvæmdastjóri SS sem situr áfram í stjórn sem fulltrúi Landssambands Sláturleyfishafa. Eygló var kjörin af Bændasamtökum Íslands en Gísli er fulltrúi Landssamtaka Sauðfjárbænda.

Auk Söru Lindar vék Oddný Steina Valsdóttir úr stjórn. Aðspurður er Gísli þakklátur fyrir það traust sem sauðfjárbændur sýna honum með stjórnarkjörinu og horfir bjartsýnn til framtíðar. Hann segir töluverð tækifæri liggja í markaðssetningu íslenskra matvæla erlendis og hlakkar til að vinna áfram að því að tryggja íslensku lambakjöti þá alþjóðlegu gæðaviðurkenningu sem það á svo sannarlega skilið.

Nýverið fékk Icelandic Lamb heimild til markaðssetningar til íslenskra neytenda, en skrifað var undir viðauka við samning Markaðsráðs Kindakjöts og Atvinnuvegaráðuneytisins um Aukið virði sauðfjárafurða í september. Samkvæmt viðaukanum verður markaðsstofunni heimilt að vinna að kynningar- og ímyndarmálum fyrir sauðfjárrækt undir formerkjum Icelandic Lamb á innanlandsmarkaði og bíða nýrri stjórn krefjandi verkefni.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.