Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Starfsfólk í felti að vakta ástand lands.
Starfsfólk í felti að vakta ástand lands.
Mynd / Landgræðslan
Á faglegum nótum 15. júní 2023

Gerð svæðisáætlana og bætt landnotkun sveitarfélaga

Höfundur: Davíð Arnar Stefánsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni.

Þessa dagana vinnur Landgræðslan að gerð svæðisáætlana í Landgræðslu.

Davíð Arnar Stefánsson.

Þær eiga uppruna sinn í lögum um landgræðslu þar sem segir að ráðherra málaflokksins gefi út landgræðsluáætlun á fimm ára fresti og til 10 ára í senn. Í áætluninni komi fram stefna stjórnvalda í landgræðslu með hliðsjón af markmiðum laganna um jarðvegs- og gróðurvernd og sjálfbæra landnýtingu. Ný áætlun var samþykkt í fyrra undir heitinu Land og líf: Landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt en þar er í fyrsta skipti birt sameiginleg framtíðarsýn stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt til ársins 2031.

Í sömu lögum segir einnig að Landgræðslan skuli vinna svæðisáætlun fyrir hvern lands- hluta í samræmi við landgræðsluáætlun. Þar séu tilgreind landgræðslusvæði sem og önnur svæði þar sem lögð er áhersla á landgræðslu með tilliti til náttúruverndar og gildandi skipu- lagsáætlana og í sátt við áherslur eftir landshlutum. Áætlunin skal gerð í samráði við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila og endurskoðuð á fimm ára fresti.

Samhliða vinnur Skógræktin sams konar áætlun í skógrækt en áætlanirnar tvær kallast á enda markmið þeirra það sama, að tilgreina hvernig samstarfi við sveitarfélög um landgræðslu og skógrækt verði háttað.

Jafnframt vinna stofnanirnar tvær, Landgræðslan og Skóg- ræktin, að sameiginlegu verkefni sem hefur þann tilgang að bæta landnotkun sveitarfélaga.

Það verkefni felur í sér að greind verði tækifæri sem felast í breyttri landnotkun innan sveitarfélaga í þágu loftslagsmála. Markmiðið er að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og aukinni bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi með kolefnishlutleysi að markmiði. Með því verði grunnur lagður að sameiginlegri sýn á þau tækifæri sem liggja á bættri landnotkun þar sem er horft er til sjálfbærrar landnýtingar, uppbyggingar auðlinda, jarðvegsverndar, endurheimt vistkerfa og þannig stuðlað að aukinni sátt og samstöðu um aðgerðir.

Afrakstur verkefnisins verða tillögur að loftslagsaðgerðum og landsvæðum sem talin eru geta skilað bestum árangri í þágu loftslagsmála í sátt við landeigendur og aðra landnotkun. Tillögunum er ætlað að nýtast á öllum stigum skipulags- og áætlunargerðar. Þá verði kynningarefni gert aðgengilegt og haldnir kynningarfundir og vinnustofur í öllum landshlutum um hvernig sveitarfélögin geti þróað svæðið með tilliti til bættrar landnotkunar. Fámennum og landstórum sveitarfélögum verður veitt sérstök athygli og þeim boðin frekari og nánari ráðgjöf við sína skipulagsvinnu.

Verkefnin sem hér um ræðir eru brýn og munu vafalaust reynast sveitarfélögum vel við sína stefnumörkun og skipulagsvinnu. Ef vel tekst til munu þeim standa til boða leiðbeiningar og gögn til að greina og ráðstafa sínu landi með sjálfbærum hætti og mögulegu framtíðar ræktarlandi.

Jafnframt til að gera áætlanir um uppgræðslu lands með viðeigandi aðferðum til lengri eða skemmri tíma. En til að svo verði þarf gott samráð við heimafólk og helstu hagaaðila á hverju svæði fyrir sig. Verkefnin eru einnig til marks um gott og náið samstarf tveggja stofnana sem báðar fást við sama viðfangsefni, að stuðla að vernd, viðgangi og heilleika íslenskra vistkerfa.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...