Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gargönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 28. september 2022

Gargönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gargönd, eða litla gráönd eins og hún er kölluð í Mývatnssveit, er fremur lítil buslönd. Hún er að öllu leyti farfugl fyrir utan fáeina fugla sem halda sig á innnesjum yfir veturinn.

Gargönd finnst víða á norðurhveli jarðar en Ísland er nyrsti staðurinn þar sem þær verpa. Íslenski stofninn er fremur fáliðaður, eða 400-500 varppör. Mikill meirihluti þeirra verpir í Mývatnssveit en engu að síður finnast þær víða niðri á láglendi í mýrum, pollum og tjörnum. Steggirnir líkjast meira kollunum en þekkist hjá öðrum buslöndum. Hann er að mestu grár en brúnni á höfði og svartyrjóttur á bringu. Kollan líkist stokkandarkollum en er minni og grárri. Steggurinn gefur frá sér lágvært flaut en kollan hávært garg sem fuglinn dregur nafn sitt af. Andfuglar fella fjaðrirnar á sumrin og fara í svokallaðan felubúning. Gargandarsteggirnir verða á þessum tíma
nánast óþekkjanlegir frá kollunum. Síðsumars, þegar þeir hafa endurnýjað flugfjaðrirnar, verða þeir fleygir að nýju og skarta aftur fallegum skrúðbúning á haustin.

Skylt efni: fuglinn

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...