Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Garðyrkjubændur vilja að starfsmenntanám verði aðskilið frá LbhÍ
Fréttir 24. október 2019

Garðyrkjubændur vilja að starfsmenntanám verði aðskilið frá LbhÍ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samband garðyrkjubænda hélt fund í gær um stöðuna sem uppi er varðandi garðyrkjunám í landinu. Í ályktun fundarins segir að brýn nauðsyn sé á að starfsmenntanám í garðyrkju á Íslandi verði fært undan Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), og verði framvegis rekið sem sjálfstæð rekstrareining.

Félagsfundur Sambands garðyrkjubænda sem haldinn var í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 17:00, samþykkir eftirfarandi ályktun:

„Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi, sem starfað hafði sjálfstætt frá stofnun hans 1939, var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) fyrir 15 árum. Hefur garðyrkjunám  verið starfrækt innan starfs- og endurmenntunardeildar skólans.  Þær breytingar hafa ekki skilað þeim árangri sem vænst var.  Garðyrkjunámið hefur frá sameiningu liðið fyrir þær tilraunir LbhÍ að leggja skólahald að Reykjum niður og dreifa því á ýmsar deildir innan skólans.

Garðyrkjunámið að Reykjum er starfsmenntanám í nánum tengslum við atvinnugreinina. Það er algjört lykilatriði í sókn og áframhaldandi uppbyggingu garðyrkjunnar á Íslandi að vel sé staðið að þessu námi, og því sinnt af metnaði og þekkingu á þörfum atvinnulífsins.

Þær breytingar sem nú eru boðaðar án nokkurs samráðs við atvinnugreinina, rýra mjög hlut starfsmenntanáms í garðyrkju sem sjálfstæðs fagnáms.

Samband garðyrkjubænda telur núverandi aðstæður óviðunandi og að brýn nauðsyn sé á að starfsmenntanám í garðyrkju á Íslandi verði fært undan LbhÍ, og verði framvegis sjálfstæð rekstrareining.  Það er eindreginn vilji þeirra sem starfa innan vébanda Sambands garðyrkjubænda að þegar í stað verði gengið til þeirra verka.“

Fundurinn felur stjórn og framkvæmdastjóra félagsins að fylgja málinu eftir.

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...