Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir
Gamalt og gott 14. júní 2018

Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir

Á forsíðu Bændablaðsins fyrir fimm árum, 6. júní 2013, var greint frá því að norðlenskir bændur hefðu þurft að punga út 25 milljónum króna til kaupa á heyi veturinn sem þá leið.

Í viðtalið við Benedikt Hjaltason verktaka kemur fram að áætlað sé að búið hafi verið að flytja um 2.000 til 2.500 heyrúllur af Suður- og Vesturlandi inn á Norðurland liðinn vetur og norðlenskir bændur hafi þurft að greiða allt að 25 milljónir króna fyrir það.

„Benedikt er enn að, flutti um 200 rúllur í liðinni viku og álíka magn verður flutt norður í þessari viku, segir í umfjölluninni.“  

„Auk hans hafa fjórir til fimm aðilar aðrir annast heyflutninga. Verðið er um 11 þúsund krónur á rúllu, þær kosta yfirleitt um 6.000 krónur hver og ofan á leggjast um 5.000 krónur í flutningsgjald. „Ég vil hrósa bændum í öðrum héröðum, t.d. á Suður- og Vesturlandi, fyrir að bjóða hey á skikkanlegu verði, þeir hafa alls ekki notfært sér það ástand sem skapast hefur hér norðan heiða og tekið upp á því að hækka verð á heyi, þó að aðstæður hafi vissulega skapast til þess með aukinni eftirspurn. Það finnst mér til fyrirmyndar,“ segir Benedikt. Heyflutningum ekki lokið Hann segir að þótt komið sé fram í júní sé heyflutningum milli landshluta fráleitt lokið. Nú í vikunni var hann t.d. beðinn um að sækja um 50 rúllur suður yfir heiðar, „og ég fer mjög sennilega þrjár ferðir í vikunni, þegar upp verður staðið í vikulok verða þetta tæplega 200 rúllur,“ segir Benedikt. Bændur á norðanverðu landinu eru margir hverjir orðnir tæpir með hey, enda var uppskera með minna móti á liðnu sumri vegna þurrka og þá settist vetur óvenjusnemma að liðið haust, hófst með látum strax í byrjun september. Búpeningur hefur meira og minna verið á húsi í allan vetur og langt fram á vor, þannig að hratt og örugglega hefur gengið á heybirgðir sem víða eru á þrotum,“ segir ennfremur í umfjölluninni í 11. tölublaði Bændablaðsins 2013.

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...

Blómabúðin Dögg
Gamalt og gott 3. október 2023

Blómabúðin Dögg

Blómabúðin Dögg stóð meðal annars á horni Bæjarhrauns og Hólshrauns. Árið 1982 á...

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum
Gamalt og gott 19. september 2023

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Hluti af myndaseríu sem sýnir frá blóðtöku úr hry...