Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikil söluaukning á eggjum
Gamalt og gott 21. desember 2018

Mikil söluaukning á eggjum

Fyrir fimm árum, í jólablaði Bændablaðsins árið 2013, var sagt frá gríðarlegri söluaukningu á íslenskum eggjum. Rætt var við Þorsteinn Sigmundsson eggja- og kjúklingabónda í Elliðahvammi og formann eggjabænda sem sagði að desembermánuður hefði slegið öll met – þrátt fyrir að hann væri varla hálfnaður. Hann sagði að lífsstílsbreytingar og fjölgun ferðamanna á Íslandi skýri söluaukninguna.

„Það fór að bera á því fyrir svona tveimur til þremur árum að sala á eggjum fór að aukast. Svo fyrir um ári varð veruleg aukning og við höfum nú tengt þetta við tiltekna lífsstíla í mataræði sem hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum, þar sem áhersla er lögð á að hafa lítið af einföldum kolvetnum í fæðunni. Þannig að yngra fólk er aftur orðið að virkum neytendum eggja.

Eggin hafa á undanförnum árum endurheimt stöðu sína sem heilsufæði, enda eru þau algjörlega náttúruleg afurð – fullkomlega innsigluð af hænunni – og hágæðafæða. Það er til dæmis ekki talað lengur um eggjarauðuna sem sérstaklega varasama. Við tengjum þessa söluaukningu líka við fjölgun ferðamanna til Íslands. Desember er til að mynda ekki lengur sölumesti mánuðurinn. Núna eru það mánuðirnir frá júní og fram í september sem langmest sala er í. Raunar er aukningin svo mikil að eggjabændur hafa þurft að skipuleggja búskap sinn upp á nýtt – og vera með hámarksframleiðslu um sumarið – hreinlega til að anna eftirspurninni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Bændablaðið 12. desember 2013.

Nálgast má eldri árganga Bændablaðsins í gegnum vefinn timarit.is.

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...