Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gáfuð ofursvín gera usla
Utan úr heimi 2. mars 2023

Gáfuð ofursvín gera usla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Blendingsstofn af svínum, sem búin voru til með æxlun ali- og villisvína í Kanada um 1980, þykja almennt betur gefin og úræðabetri en foreldrarnir.

Ekki liðu mörg ár þar til nokkrum af ofursvínunum var sleppt úr haldi og hófu nýtt líf í náttúrunni og eins og svína er siður fjölgaði þeim hratt og útbreiðsla þeirra óx að sama skapi.

Nú er svo komið að svínin eru farin að leita yfir landamærin til norðurríkja Bandaríkjanna þar sem litið er á þau sem ólöglega innflytjendur og ógn við náttúruna.

Upprunaleg hugmynd með að æxla saman ali- og villtum svínum var að ná fram stofni sem gæfi meira af sér og þyldi betur kalt veðurfar í Kanada. Eftir verðfall á svínakjöti í landinu slepptu nokkrir bændur svínunum sínum lausum með þeim afleiðingum að þau urðu með tímanum víða til vandræða.

Svínin er á bilinu 70 til 90 kíló að þyngd, alætur og árásargjörn sé að þeim veist. Auk þess sem þau eru harðgerð og úrræðagóð þegar kemur að því að leynast og því erfitt að fækka þeim þar sem þau hafa á annað borð komið sér fyrir.

Skylt efni: Svínarækt

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....