Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, með nýjar premier kartöflur.
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, með nýjar premier kartöflur.
Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Fréttir 22. júlí 2022

Fyrstu kartöflurnar komnar í verslanir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kartöflubændur við Hornafjörð og í Þykkvabæ eru farnir að taka upp fyrstu kartöflurnar og senda í verslanir. Að sögn kartöflubænda lítur ágætlega út með kartöfluuppskeru í ár.

Kartöflumygla náði talsverðri útbreiðslu á Suðurlandi síðastliðið sumar, ekki síst í Þykkvabæ. Myglan breiddist hratt út og hennar varð vart í Flóanum, í uppsveitum Árnessýslu, í Landeyjum og víðar á þeim slóðum.

Hornfirðingar hafa í gegnum tíðina passað sig á að setja ekki niður útsæði frá myglusvæðum og haft með sér samtök um það og kartöflumygla óþekkt þar um slóðir.

Fyrst premier og svo gullauga

Hjalti Egilsson, kartöflubóndi að Seljavöllum í Nesjum við Hornafjörð, tók upp fyrstu kartöflurnar til heimilisins í síðustu viku.

„Ég byrjaði svo fyrir alvöru að taka upp um helgina og sendi fyrstu uppskeruna, tvö til þrjú tonn á dag, í verslanir í Reykjavík í kjölfarið. Ég sé ekki betur en að uppskeruhorfur séu góðar þrátt fyrir að við höfum tvisvar sinnum, það sem af er sumri, fengið mikið hvassviðri sem dró úr vexti og seinkaði uppskerunni.

Fyrstu dagana tökum við upp premier, sem er fljótspottið afbrigði, en í framhaldi af því snúum við okkur alfarið að gullauga.

Að sögn Hjalta hefur hann ekki heyrt annað en að kartöfluvöxtur líti almennt vel út hjá bændum við Hornafjörð og að þeir sem ekki eru þegar byrjaðir að taka upp muni gera það fljótlega.

Blessunarlega laus við myglu
Markhús Ársælsson, bóndi í Hákoti, með fyrstu uppskeru ársins.
Mynd / Halldóra Hafsteinsdóttir.

Markús Ársælsson, bóndi í Hákoti í Þykkvabæ, segir að nokkrir bændur í sinni sveit séu farnir að taka upp og senda í verslanir.

„Ætli sá fyrsti hafi ekki byrjað fyrir hálfum mánuði en ég tók fyrstu kartöflurnar upp um miðja síðustu viku. Það er fullsnemmt að segja til um hvernig uppskeran verður eftir sumarið enda bara miður júlí en sé horft til þess sem komið er lítur sprettan vel út. Eins og alltaf eru það fljótsprottin afbrigði eins og premier sem við tökum upp fyrst.“

Kartöflumygla var talsvert vandamál í görðum í Þykkvabæ á síðasta ári en Markús segir að þau hafi verið blessunarlega laus við hana það sem af er þessu sumri.

„Menn eru því á verði gagnvart henni og gert þær ráðstafanir sem í þeirra valdi eru til að koma í veg fyrir hana.“

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...