Fyrstu íslensku hamptrefjaplöturnar
Fréttir 9. janúar

Fyrstu íslensku hamptrefjaplöturnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta trefjaplatan úr stilkum iðnaðarhamps sem ræktaður var á bænum Gautavík í Berufirði síðastliðið sumar leit dagsins ljós fyrir skömmu. Pálmi Einarsson, bóndi í Gautavík og iðnhönnuður, framleiddi plötuna.

Úr plötunni skar Pálmi svo út hamplauf í geislaskurðarvél fyrirtækisins Geislar sem er staðsett á bænum og er í eigu hjónanna Pálma og Oddnýjar Önnu Björnsdóttur.

Matvinnsluvélin kom sér vel

„Ég notaði Kitchenaid matvinnsluvél sem við hjónin fengum í jólagjöf til að hakka stönglana niður, þar sem við eigum enn sem komið er engin sérhæfð tæki til þess. Ég byrjaði á því að skera út mót úr akrýlplasti. Að því loknu blandaði ég epoxy resíni saman við hampkurlið, setti í mótið og pressaði saman.

Þegar resínið var búið að taka sig nokkrum klukkutímum síðar, tók ég mótið í sundur og trefjaplötuna úr. Ég átti þetta resín til en í framtíðinni er ætlunin að nota eitthvað umhverfisvænna,“ segir Pálmi.

Markmiðinu náð

Pálmi segir að meginmarkmiðið með hampverkefninu, fyrir utan að vekja athygli á notagildi hampsins og möguleika hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum, hafi verið að kanna hvort hægt væri að rækta hamp til að nota sem hráefni í framleiðsluvörur Geisla og verða þannig sjálfbærari um hráefni.

„Í dag notum við innfluttan krossvið og svokallaðar MDF plötur til að skera vörurnar okkar úr. Íslendinga hefur löngum skort hráefni til iðnaðar og við teljum að iðnaðarhampur sé raunhæfur valkostur enda hægt að rækta hann bæði úti og inni, við eigum nóg landsvæði og næga orku. Bónusinn er að hampurinn bindur meira kolefni en nokkur önnur planta og þarf engin eiturefni til að þrífast og er því einstaklega umhverfisvænn.“

Næstu skref

Að sögn Pálma mun þróunarvinnan við framleiðsluna halda áfram og að næsta skref sé að fjárfesta í afhýðingarvél.

„Sú vél mun hafa töluvert meiri afkastagetu en eldhústæki og til kaupa á henni verður meðal annars notaður styrkur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem við fengum nýlega.Reynsla okkar til þessa hefur sýnt okkur að framtíð iðnaðarhamps á Íslandi sé björt, enda var tilgangurinn með þessu að færa hann aftur undir ljósið,“ segir Pálmi að lokum.

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...