Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrirspurn til ráðherra landbúnaðarmála, Kristjáns Þórs Júlíussonar
Mynd / Bbl
Lesendarýni 9. nóvember 2020

Fyrirspurn til ráðherra landbúnaðarmála, Kristjáns Þórs Júlíussonar

Höfundur: Guðrún Sigurjónsdóttir kúabóndi

Ég sendi þessa fyrirspurn vegna þess að ég er mjög ósátt með þá stöðu sem viðskipti með greiðslumark mjólkur eru komin í.

Í síðustu viku skrifaði ég bréf til stjórna Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands vegna fundargerðar 442. fundar framkvæmdanefndar um búvörusamninga. Í fundargerðinni kemur fram að fulltrúar áðurnefndra stjórna hafi lagt fram tillögu um þrefalt afurðastöðvarverð sem hámarksverð á markaði með greiðslumark mjólkur næstu þrjú árin. Þetta er þvert á það sem haldið hefur verið fram að þessir fulltrúar hafi alltaf barist fyrir því að verð yrði ekki hærra en tvöfalt afurðastöðvarverð. 

Nú liggur fyrir í þeirra svari að þetta var gert til að varna því að verð á greiðslumarkaði yrði gefið frjálst og að það hafi verið vilji ríkisins að svo væri. Með því gengur ríkið þvert á vilja bænda og samþykktir aðalfundar Landssambands kúabænda 2019 en þar var samþykkt að hámarksverð yrði tvöfalt afurðastöðvarverð. Verslun með greiðslumark á háu verði stuðlar ekki að hagkvæmum rekstri og stórskaðar samkeppnishæfni greinarinnar, t.a.m. við þann innflutning sem þegar er farinn að hafa áhrif á sölu okkar mjólkurafurða.

Spurt er:

a)  Er það vilji ráðherra landbúnaðarmála að verð á greiðslumarki mjólkur sé frjálst?

b) Hvaða hag hefur ríkið af því 

að fara gegn vilja bænda og verðleggja greiðslumark langt umfram það sem eðlilegt er að greinin standi undir miðað við það samkeppnisumhverfi sem hún er í?

c) Hver eru rök ráðherrans fyrir

því að hafa verðið svo miklum mun hærra en bændur hafa lagt til? Skerðir hátt verð ekki samkeppnishæfni greinarinnar?

d) Hvaða hagsmuni er ráðherr

ann að verja?

e) Hver er stefna þín sem ráð

herra málaflokksins varðandi verð á greiðslumarki og hvar hefur hún komið fram? Hefur verið gerð einhver greining á áhrifum greiðslumarksverðs á samkeppnishæfni greinarinnar?

f) Hversu háu verði á greiðslu

marki telur ráðherrann að greinin rísi undir? Til viðbótar við byggingarkostnað á nýju fjósi með aðstöðu sem stenst allar kröfur um aðbúnað dýra, velferð starfsfólks og lágmarks umhverfisáhrif? Bitnar verð á greiðslumarki á framangreindum þáttum?

Aðgerðir til að örva framboð á greiðslumarki hefðu verið skiljanlegar ef framboðið hefði verið lítið sem ekki neitt en það var ekki raunin. Þann 1.9.2020 var framboð á greiðslumarki 845.349 lítrar að andvirði tæplega 250 milljónir kr. Það sem af er árinu 2020 hafa 1,4 milljónir lítra skipt um eigendur. Það er um helmingur þess umfangs sem var að jafnaði á rúmlega 20 ára tímabili, frá 19942016.

Spurt er:

a) Hvernig á að meta það hvenær

verð og framboð á greiðslumarki sé þess eðlis að það þurfi að grípa inní?

b) Eru menn sammála um hvar

þau mörk liggja? Hvað er nægjanlegt framboð?

Nú er kominn á innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár og er innlausnarverðið andvirði beingreiðslna næstu tveggja ára á núvirði eða 12.764 kr. og lækkaði þar með allverulega en það fór hæst í 36 þúsund krónur.

Spurt er:

Af hverju hafnar þú sem ráðherra því að hafa hámarksverð í greiðslumarki með mjólk en í sauðfjárhlutanum var tekinn upp innlausnarmarkaður með föstu verði?

Virðingarfyllst,

Glitstöðum 2. nóvember 2020

Guðrún Sigurjónsdóttir kúabóndi

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.