Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fýll
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 27. júlí 2022

Fýll

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Fýll eða múkki, besti vinur sjómannsins, er stór og gráleitur sjófugl. Hann er einn af algengustu fuglum landsins og af mörgum talinn sá næstalgengasti á eftir lundanum. Þeir eru mjög langlífir og vitað er til þess að þeir geti orðið a.m.k. 60 ára gamlir. Fýllinn heldur tryggð við makann sinn og parast ævilangt. Þeir verða seint kynþroska og dvelja fyrstu tíu árin á hafi. Fýllinn verpir einu eggi og tekur útungun tæpa tvo mánuði, eða lengst allra íslenskra fugla. Ungatíminn tekur síðan aðra tæpa tvo mánuði. Fýllinn er úthafsfugl sem unir sér best á sjó. Hann er þungur til gangs á landi, en þar þarf hann tilhlaup til að komast úr kyrrstöðu og hefja sig til flugs. Jafnvel á sjó getur hann stundum átt í erfiðleikum með að komst á loft. Fuglinn treystir á vindinn til að rífa sig upp úr hafinu en ef það er logn þarf hann að taka tilhlaup á sjónum, líkt og á landi. Þegar á flug er komið svífur fýllinn með stífum vængjum með fáeinum vængjatökum inn á milli og flakkar þannig víða um norðanvert Atlantshaf og jafnvel alla leið í Norður-Íshaf.

Skylt efni: fuglinn

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...