Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blómin sem vaxa á stöngulendunum eru fimm til átta sentímetra löng og lúðurlaga og hægt að fá yrki í ýmsum blómlitum, rauð, gul, hvít, bleik, lillablá og tvílit.
Blómin sem vaxa á stöngulendunum eru fimm til átta sentímetra löng og lúðurlaga og hægt að fá yrki í ýmsum blómlitum, rauð, gul, hvít, bleik, lillablá og tvílit.
Líf og starf 9. janúar 2023

Furðulegur krabbakaktus

Höfundur: Vilmundur Hansen

Blómstrandi krabbakaktus er ekki síður tákn jólanna hjá mörgum en jólastjarnan.

Kaktusinn góði er ólíkur flestum öðrum frændum sínum að því leyti að hann blómstrar í skammdeginu og þolir ekki beina sól.

Kaktusinn, sem ég legg til að verði kallaður krabbakaktus hér eftir, flokkast í nokkur afbrigði sem meðal annars ganga undir heitum eins og haust-, nóvember- og jólakaktus. Enginn skyldi þó örvænta vegna nafnanna því munurinn á afbrigðunum er lítill og varla nema fyrir kaktusanörda að velta sér upp úr slíku. Tegundin er það sem kallast stöngulkaktus, líkist helst krabba og er með flötum og liðskiptum greinum, sem minna á blöð. Blómin sem vaxa á stöngulendunum eru fimm til átta sentímetra löng og lúðurlaga og hægt að fá yrki í ýmsum blómlitum, rauð, gul, hvít, bleik, lillablá og tvílit.

Annað sem er áhugavert við krabbakaktusa, nafnið sem ég ætla að nota, er að þeir líkjast ekki hefðbundnum kaktusum og þeir blómstra þegar dag fer að stytta.

Tegundin tilheyrir ættkvísl sem kallast Schlumbergera og inniheldur sex til níu tegundir sem upprunnar eru í fjalllendi á suðausturströnd Brasilíu og fjölda manngerðra yrkja.

Í upprunalegum heimkynnum sínum vaxa Schlumbergera-tegundir svipað ásætu í röku loftslagi og í skugga á trjám eða grjóti og eru með fremur rýrt rótarkerfi.

Vegna þessa þarf að vökva krabbakaktusa oftar en aðra frændur hans í kaktusaættinni. Krabbakaktusar eru með viðkvæma húð og þola illa beina sól og margir kannast við að blöðin á þeim verði rauð og þorni vegna sólbruna. Krabbakaktusar eru nægjusamar plöntur og því ekki nauðsynlegt að umpotta þá nema á nokkurra ára fresti og nóg að sáldra þunnu og fersku moldarlagi yfir yfirborðslagið í pottunum sem þeir standa í á vorin. Krabbakaktusar verða fallegri eftir því sem þeir standa lengur í sama pottinum og á sama stað. Þeir geta líka orðið eldgamlir og því ættargripir sé vel um þá hugsað.

Eftir blómgun leggjast krabbakaktusar í eins konar hvíld og því gott að draga úr vökvun þeirra þar til sólin er farin að skína og fyrstu krókusarnir farnir að skjóta upp kollinum.

Skylt efni: Kaktusar

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...