Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá deildarfundi sauðfjárbænda á síðasta ári.
Frá deildarfundi sauðfjárbænda á síðasta ári.
Mynd / smh
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica.

Á deildafundum, sem áður voru haldnir á sérstöku Búgreinaþingi, er stefna næsta árs mörkuð fyrir hverja og eina deild og jafnframt í flestum tilvikum kosið í stjórnir deildanna.

Öllum heimilt að senda inn tillögur

Að sögn Guðrúnar Bjargar Egilsdóttur, sérfræðings hjá Bændasamtökum Íslands, er mikilvægi fundanna mikið þar sem á þeim er ákveðið hvaða málefnum verður unnið að næstu árin. „Öllum félagsmönnum er heimilt að senda inn tillögur inn í málefnastarfið og eiga þar með möguleika á að hafa áhrif á starf deildarinnar næsta árið.“

Búnaðarþing er svo haldið í kjölfarið 20. og 21. mars á Hótel Natura. Segja má að deildafundir marki stefnu deildanna, og málefnum þar oftast vísað til stjórnar viðkomandi deildar, en Búnaðarþing marki stefnu samtakanna. Að sögn Guðrúnar geta deildarfundir þó ákveðið að vísa ákveðnum málefnum áfram til stjórnar Bændasamtakanna og inn á Búnaðarþing. Þá sé helst um að ræða málefni sem eiga við landbúnaðinn í heild. Þá séu búnaðarþingsfulltrúar deildanna kosnir á deildafundunum.

„Málefni sem deildir vísa til umræðu á Búnaðarþingi fjalla til dæmis um tollamál, afleysingar í landbúnaði, lánakjör og svo framvegis – mál sem eiga við fleira en eina grein landbúnaðarins.

Deildir sauðfjár- og nautgripabænda funda einnig 28. febrúar. Áætlað er að fundir þessara deilda hefjist klukkan 11 þann 27. febrúar en mismunandi er milli annarra deilda hvort fundur hefjist klukkan 11.00 eða 13.00. Fundir standa mislengi, en að kvöldi fimmtudagsins 27. febrúar verður fulltrúum boðið upp á fordrykk og í framhaldinu hátíðarkvöldverð,“ segir Guðrún.

Bæði lokaðir og opnir fundir

Að sögn Guðrúnar voru fulltrúar nautgripa- og sauðfjárbænda kosnir dagana 15.–17. janúar og liggja fulltrúalistar fyrir inni á Mínum síðum á vef Bændasamtakanna. Alls verði 35 fulltrúar frá nautgripabændum og 53 frá sauðfjárbændum á deildafundunum. Skógarbændur hafi valið 26 fulltrúa til að sitja fundinn.

Aðrar deildir séu með opna fundi, félagsmenn þurfi að skrá sig til þess að vera fulltrúar og lýkur þeirri skráningu 15. febrúar.

„Innsendingu mála lauk 30. janúar, fyrir utan deild hrossabænda sem hefur frest á að senda inn tillögur til 7. febrúar. Nefndarstarf mun hefjast næstkomandi fimmtudag, 6. febrúar, hjá stærstu deildunum og lýkur 20. febrúar. Ástæða nefndarstarfsins hjá stærri deildunum er til að forvinna málin þannig að fundirnir verði skilvirkari. Nefndirnar sjá þá um að vinna tillögurnar áður en þær fara fyrir fundinn,“ segir Guðrún enn fremur.

Á Búnaðarþingi eru fulltrúarnir 63 talsins. Mál sem taka eigi fyrir á Búnaðarþingi þurfi að berast í síðasta lagi 6. mars til stjórnar Bændasamtakanna.

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...